21. september 2009

Haustverkin

Lauk við að stinga upp beðið meðfram innkeyrslunni. Setti svo niður 150 nýja haustlauka sem ég keypti í Garðheimum og laukana sem teknir voru upp í vor í Karfavoginum. Svo ef að þeir gömlu hafa lifað af sumarið þá ætti beðið að vera ansi litskrúðugt í vor. Hlakka til.

Keypti mér líka kúmenfræ en er ekki viss hvort ég á að setja þau niður. Segir á upplýsingablaðinu að plantan geti verið erfið í húsagörðum því hún vill dreifa sér um allt. Er einhver þarna úti með reynslu á kúmenræktun?

Svo var Siggi stormur að spá frosti í nótt, spurning hvort tími sé kominn á nagladekkin (á hjólið)?

9. september 2009

Skrímslið




Búin að vera síðan á laugardaginn að berjast við þetta.
Á morgun ætlar Elías að koma með járnkarlinn og þá er að sjá hvort hún gefur eftir.

2. september 2009

Gaman gaman

Ó ég er svo hamingjusöm í nýja húsinu og nýja garðinum.
Í gær fékk Elías lánaða sláttuvél og henni fylgdi glæný hrífa handa okkur. Svo á meðan ég var á kóræfingu sló Elías garðinn. Eftir kvöldmat fór ég svo út með hrífuna nýju og fínu og rakaði yfir framgarðinn. Það er bæði mikið af mosa og sinu (dautt gras, kallast það ekki sina?) því sláttuvélin sá sjálf um að safna upp heyinu.

En ég var að spá. Ætli það megi færa runnana sem eru bakvið hús í beðið sem er við götuna? Og önnur spurning, hvenær færir maður runna og hvenær færir maður ekki runna?

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...