16. nóvember 2009

Biluð tæki.


Uppþvottavél og þvottavél farnar með viku millibili.
Þvottavélin var svo sem tifandi tímasprengja þannig séð, vél sem við fengum notaða frá ömmu Elíasar og tengdapabbi taldi hana vera farna að slaga hátt í 30 árin í notkun sem er nú bara ansi gott. Svo það var alveg kominn tími á nýja þvottavél.
Uppþvottavélin var unglamb miðað við hana, ekki nema 9 ára.
Það hefði þó verið betra að hafa lengri tíma á milli bilana á vélum. Nú erum við með krosslagða fingur og vonum að fleiri heimilistæki fari ekki að gefa sig.

6. nóvember 2009

Alltaf að gleyma einhverju

Argh!
Gleymdi að taka með mér afganginn af kvöldmatnum í gær til að borða í hádeginu í dag. Fæ í staðin samloku, ekki góð skipti.

3. nóvember 2009

Brandur

Kötturinn hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan við fluttum. Hann hefur stungið af fljótlega eftir að við höfum gefið honum leyfi til að fara út og þá hefjast reglulegar ferðir okkar heimilismanna í Karfavoginn því við vitum að þangað leitar hann. Tvisvar hefur hann verið týndur í heila viku, og það sést á honum því hann er orðin ansi horaður.

Núna hefur verið slegið met því hann hefur haldið sig heima í rétt rúma viku. Enda hefur hann svo sem ekki fengið mörg tækifæri til að stinga af. Við höfum farið með honum út eftir vinnu og skóla í u.þ.b. klst á dag og hann hefur ekki farið langt. Í gær eftir vinnu opnaði ég lúguna hans og hann fékk að fara út einn. Og hann skilaði sér inn aftur. Lúgunni var svo læst aftur um kvöldmat.

Í morgun var stigið stórt skref því ég opnaði lúguna hans og í dag er hann frjáls að fara inn og út eins og honum listir. Stóra spurningin er hvort hann muni nota frelsið til að stinga af einu sinni enn.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...