27. október 2010

Fyrsti dagur í hálku

Í dag var héla á götum og gangstéttum þegar ég lagði af stað í vinnuna. Núna var ég glöð að vera komin á nagladekkinn, þó ég hafi verið farið að hugsa að ég hefði verið of fljót á mér að setja þau undir.

Ég sá 5 aðra hjólreiðamenn í morgun en ég gat ekki heyrt að nokkur þeirra væri á nagladekkjum þannig að það eru margir sem eru óhræddir við hálkuna.

Veturinn leggst vel í mig og ég hlakka til að takast á við hann. Vonandi verða stíga mokaðir nógu snemma þegar snjórinn lætur sjá sig því það er eitt af því erfiðasta sem ég lendi í að hjóla í miklum snjó. Það er ansi þungt. Þá er kári vinur minn viðráðanlegri þó hann eigi til að blása ansi stíft.

11. október 2010

Hjólafréttir.

Komin á nagladekkin og tilbúin undir veturinn, þó hann hafi lítið látið á sér kræla þetta haustið. Htitnn 10°c þegar ég lagði af stað í vinnuna í morgun.
Alltaf svolítið skritið að hjóla fyrst á nöglunum en mér líkar vel við brakið í þeim því það lætur aðra vegfarendur vita þegar ég kem aftan að þeim.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...