Chris Hrubesh býr í Atlanta, hann ákvað að hætta að eiga bíl og ferðast nú aðallega á hjóli. Með því að smella HÉR getið þið séð videó þar sem hann segir frá reynslu sinni.
Mér finnst reyndar svolítið skrítið að sjá hann hjóla á akreininni lengst til vinstri, ætli hann upplifi sig minnst fyrir þar?
20. febrúar 2011
7. febrúar 2011
Snjómokstur í borginni.
Ég labbaði heim úr vinnunni í dag. Veðrið var fallegt, aðeins kalt (-4°) og hefði verið betra að vera í hlífðarbuxur en göngutúrinn var bara hressandi. Í morgun lagði ég ekki í að fara á hjólinu því ég hafði tekið eftir því í gær þegar ég var á ferðinni í bílnum að stígar voru ansi misjafnlega vel skafðir.
Á fyrstu myndinni er ég að ganga frá Hlemmi. Stígurinn þar er þröngur og líklega erfitt að koma moksturstækjum á hann, enda leit hann út eins og tæki hefði verið ekið um hann en ekkert endilega neitt skafið. Svo hafa moksturstæki sem skafa götuna ausið slabbi og salti yfir stíginn (nú er ég auðvitað bara að giska) sem gerði það að verkum að á stígnum var mikið slabb og erfitt að fótasig.
Þetta skánaði töluvert þegar komið var fram hjá Fíladelfíu, þar var betur skafið og ekkert slabb á stígnum, en hann var allt of þröngur og ekki gott að mæta öðrum gangandi, hvað þá hjólandi.
Ég sé eftir því að hafa ekki tekið mynd af gatnamótunum Laugavegur-Kringlumýrarbraut því þau voru hrikaleg. Virtust ekki hafa verið skafin og hraukar af slabbkenndum snjó.
En þegar yfir þau gatnamót var komið tók við draumur þess sem ferðast um borgina gangandi eða hjólandi. Þessi stígur var virkilega vel skafinn alveg að Glæsibæ. Þvergötur vandaðar og hvergi hrauk að sjá. Sá sem skafar þarna er greinilega fagmaður á sínu sviði. Þetta var unun að sjá.
Það sama má þó ekki segja um gönguljósin sem liggja frá þessum stíg yfir Suðurlandsbrautina. Eins og sést á myndinni hefur ekkert verið skafað.
En hérna tók ég mynd af því að svona ættu þessi gatnamót að vera að mínu viti. En í raun eru þau ekki svona, hér er farið fram af kantsteini og komið beint á kantstein hinu megin. Stígurinn sem sagt liggur í sveigju niður til vinstri beggja vegna við götuna. Það er galli að þeir sem hanna stígana virðast almenn ekki nota þá og hugsa meira um útlit en hagkvæmni. Þegar ég hjóla þessa leið þá er þægilegra fyrir mig að hjóla neðan við eyjuna, það er minni sving og sveigja í þeirri leið.
Hér er ég komin að gatnamótunum hjá Glæsibæ (sést í húsið sem Hreyfing er í og svo TBR húsið þarna hægra megin), en á þarna einmitt, undir öllum snjónum er stígur sem ég ætlaði að ganga eftir í áttina heim. En hann hefur bara ekkert verið skafinn!
Svo var það stígurinn meðfram Álfheimunum. Hann var almennt ágætlega mokaður, en svo komu bútar þar sem innkeyrsur á bílastæði og það eru leiðindasvæði.
Á fyrstu myndinni er ég að ganga frá Hlemmi. Stígurinn þar er þröngur og líklega erfitt að koma moksturstækjum á hann, enda leit hann út eins og tæki hefði verið ekið um hann en ekkert endilega neitt skafið. Svo hafa moksturstæki sem skafa götuna ausið slabbi og salti yfir stíginn (nú er ég auðvitað bara að giska) sem gerði það að verkum að á stígnum var mikið slabb og erfitt að fótasig.
Þetta skánaði töluvert þegar komið var fram hjá Fíladelfíu, þar var betur skafið og ekkert slabb á stígnum, en hann var allt of þröngur og ekki gott að mæta öðrum gangandi, hvað þá hjólandi.
Ég sé eftir því að hafa ekki tekið mynd af gatnamótunum Laugavegur-Kringlumýrarbraut því þau voru hrikaleg. Virtust ekki hafa verið skafin og hraukar af slabbkenndum snjó.
En þegar yfir þau gatnamót var komið tók við draumur þess sem ferðast um borgina gangandi eða hjólandi. Þessi stígur var virkilega vel skafinn alveg að Glæsibæ. Þvergötur vandaðar og hvergi hrauk að sjá. Sá sem skafar þarna er greinilega fagmaður á sínu sviði. Þetta var unun að sjá.
Það sama má þó ekki segja um gönguljósin sem liggja frá þessum stíg yfir Suðurlandsbrautina. Eins og sést á myndinni hefur ekkert verið skafað.
En hérna tók ég mynd af því að svona ættu þessi gatnamót að vera að mínu viti. En í raun eru þau ekki svona, hér er farið fram af kantsteini og komið beint á kantstein hinu megin. Stígurinn sem sagt liggur í sveigju niður til vinstri beggja vegna við götuna. Það er galli að þeir sem hanna stígana virðast almenn ekki nota þá og hugsa meira um útlit en hagkvæmni. Þegar ég hjóla þessa leið þá er þægilegra fyrir mig að hjóla neðan við eyjuna, það er minni sving og sveigja í þeirri leið.
Hér er ég komin að gatnamótunum hjá Glæsibæ (sést í húsið sem Hreyfing er í og svo TBR húsið þarna hægra megin), en á þarna einmitt, undir öllum snjónum er stígur sem ég ætlaði að ganga eftir í áttina heim. En hann hefur bara ekkert verið skafinn!
Svo var það stígurinn meðfram Álfheimunum. Hann var almennt ágætlega mokaður, en svo komu bútar þar sem innkeyrsur á bílastæði og það eru leiðindasvæði.
Hérna hefur moksturinn af bílastæðinu til vinstri farið yfir á gangstíginn og tækið sem mokaði stíginn ekki unnið á snjóhrúgunni.
Stígarnir eru sem sagt ansi misvel mokaðir og hreinsaðir. Sumir stígar eru í forgangi og er mokaðir fyrst, en vandamálið er að komast á þá. Hér er slóð á kort hjá Reykjavíkurborg sem sýnir forgang í snjóhreinsun stíga.
3. febrúar 2011
Miðvikudagur 2. febrúar 2011
Ekki beinlínis minn happadagur.
Það hafði snjóað í nótt, loksins, og búið að spá hvassviðri á suðurlandi sem átti að færa sig yfir á vesturlandið með deginum. Þegar ég lagði af stað á hjólinu í vinnuna var hinsvegar ágætis veður og snjórinn ekki það mikill að hann tefði för á hjólinu. Það var sem sagt ekkert að færðinni og fínt að hjóla.
En ég var ekki komin langt, var að hjóla yfir gatnamótin hjá Grensásvegi og Fellsmúla þegar framhjólið fer ofan í holu og ég flýg af hjólinu og skell á gangstéttinni. Á meðfylgjandi mynd hef ég sett rauðan hring utan um hættusvæðið. En holuna sá ég ekki fyrir snjónum.
Svona holur eða misfellur eru allt of algengar í borginni okkar. En í tilefni fallsins sendi ég tölvupóst til Reykjavíkurborgar og sagði farir mína ekki sléttar og bað um að sett yrði viðvörun við holuna þar til hægt væri að gera við hana svo fleiri lentu ekki í því sama og ég. Ég hef fengið það svar að tekið sé við þessari ábendingu.
Eftir að hafa staðið upp þá lagfærði ég keðjuna á hjólinu (en hún hafði hrokkið af), sparkaði snjónum upp úr holunni og hélt svo áfram í vinnuna. Ég fann mest til í öxlinni og verkurinn ágerðist eftir því sem nær dró vinnunni. Annars var ég aðeins með smávægileg sár á öðru hnénu og einum fingri. Líklegast hefur vetrarfatnaðurinn bjargað miklu, en maður er ágætlega dúðaður á hjólinu á þessum árstíma.
Eftir vinnu ákvað ég að fara á slysavarðstofuna því öxlin var eitthvað skrítin og mér fannst það ekki lengur alveg samræmast því að ég væri bara marin eins og ég hélt í fyrstu. Eftir 2 tíma bið hitti ég lækninn sem sendi mig í röntgen og sem betur fer er ég ekki brotin, en er hinsvegar tognuð. Þetta er á svæðinu þar sem viðbeinið mætir herðablaðinu. Svo nú er að bryðja Ibufen í nokkrar vikur og láta þetta batna.
Ég gerði síðan verðsamanburð á Ibufeni 600mg, 100stk í nokkrum apótekum og hér er niðurstaðan:
kr. 2.234,- Lyf og heilsa, Glæsibæ
kr. 1.953,- Apótekið, Hagkaup Skeifunni
kr. 1.838,- Lyfjaver, Suðurlandsbraut
kr. 1.453,- Lyfja Lágmúla (já, ég var líka svakalega hissa, hélt að þetta væri dýrasta apótekið þar sem það er opið svo til allan sólarhringinn,en svona er nú það).
Nei, það kom í ljós að þessi upphæð stóðst ekki. Þegar á staðinn var komið var verðið í Lyfju kr. 2.220,- sem er frekar fúlt, en þar sem ég hafði þurft að bíða í hálftíma eftir að fá lyfið lét ég slag standa og keypti það hjá þeim eftir svolítið tuð og óánægjuröfl.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...