30. desember 2013

Enn um hjólateljarann

Fór aftur framhjá teljaranum í morgun, nema hvað að það var hjólreiðamaður á undan mér og líka snjómoksturstæki.  Teljarainn taldi snjómokarann en ekki hjólin.  Það er klakabryjna yfir stígnum og mér skilst að undir stígnum sé skynjari sem skynji þrýsting en við þessar aðstæður er sem sagt verið að telja snjómoksturstæki en ekki hjól :(

27. desember 2013

Hjólateljarinn ekki að virka í dag

Hjólaði fram hjá hjólateljaranum í morgun (27. desember 2013), hann greinilega náði ekki að telja mig því skv. hjólateljaravefnum hefur enginn hjólað framhjá honum í dag.

20. desember 2013

Snjóhreinsun

Borgin hefur almennt verið að standa sig nokkuð vel við snjóhreinsun á stígum það sem af er vetri.  En á leiðinni heim í gær var þó eitthvað skrítið í gangi þar sem búið var að skafa aftur yfir stíginn (sem var bara vel hreinsaður í morgun) og skilin eftir snjórönd á miðjum stígnum.  Vélinni hefur verið ekið út og suður og í hlykki (sést ekki á þessari mynd) og stundum var hún alveg uppi á grasinu en ekkert á stígnum, en oftast að hálfu leiti á stígnum og að hálfu út á grasi.  Mjög svo furðulegt.

5. desember 2013

Nóvember 2013



Hjólaði samtals 262 km í mánuðinum. Þar af 218 til og frá vinnu og 44 í annarskonar erindi.  Hjólaði 19 af 21 vinnudegi í mánuðinum til og frá vinnu, sleppti einum degi vegna veðurs og örðum vegna veikinda.
Sá að meðaltali 8 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 14 til vinnu og 18 á heimleiðinni og fæst voru það 4 til vinnu og 3 á leiðinni heim. 

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...