21. apríl 2016

Veturinn 2015-2016 á hjóli.

Fyrsti vetrardagur var 24. október 2015 (laugardagur), daginn eftir kom fyrsti snjórinn í Reykjavík.

Ég bý við þann lúxus núna að hafa aðgang að tveimur hjólum.  Sumarhjólið mitt sem ég keypti mér vorið 2014 og svo hjól eiginmannsins sem fer á nagladekk á veturnar og ég hjóla á þá (hann hjólar ekki yfir vetrartímann)
.
Nagladekkin fóru undir vetrarhjólið 28. september en sem betur fer þurfti ég ekki á því að halda fyrr en 21. október.  Og tímabilið 21. okt til 11. nóvember var ég til skiptis á sumar og vetrarhjólinu.  En frá og með 12. nóv 2015 og alveg til 9. mars 2016 notaði ég eingöngu vetrarhjólið.

Aðeins tvisvar á þessum vetri sleppi ég því að hjóla vegna veðurs og kom mér með öðrum leiðum í og úr vinnu.  Það reyndar hitti svo á að ég var í orlofi í eitt skipti sem ég hefði líklega skilið hjólið eftir heima líka.  En þetta eru ansi fáir dagar sem mér fannst ég ekki geta hjólað vegna veðurs.  Eftir öll þessi ár hef ég lært hvar best er að hjóla og hvar líklegast er að finna stíg sem búið er að snjóhreinsa snemmar morguns þegar ég fer í vinnuna.
Reykjavíkurborg hefur verið að standa sig nokkuð vel að mögu leiti og er t.d. var mikil framför fyrir mig þegar gefin var út hreinsunaráætlun þ.e. hvaða stígar eru í forgangi og hverjir ekki.  Hef  ég notað mér það kort og þekkingu til að ákveða hvaða leið ég fer.
Hinsvegar vantar enn upp á að stígar séu hreinsaðir aftur ef snjóar yfir daginn og ótrúlega oft snjóar um helgar og þá er ekkert skafið, sem er slæmt.

Að meðaltali sá ég 7,1 á hjóli hvern morgun sem ég hjólaði til vinnu yfir veturinn.  Minnst sá ég 1 og mest 29 (núna í apríl sem er met á þessum árstíma), næst mest taldi ég 18.  Ég sem sagt tel alla sem ég sé á hjóli (skipitir ekki máli hverskonar hjóli, getur verið lítið barn á þríhjóli (hef ekki séð það enn að morgni til samt) og allt upp í rafmagnshjól, en faratækið þarf að hafa pedala til að flokkast sem hjól hjá mér).

En nú er veturinn liðinn skv. dagatalinu og hlakka ég mikið til sumarsins sem vonandi verður skemmtilegt hjólasumar.

Gleðilegt sumar!

1. apríl 2016

Hjólað (og labbað) í mars 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 209 km, þar af 170 km til og frá vinnu og 39 km annað.

Hjólaði 16 af 20 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en tók mér 4 frídaga til að heimsækja eldri dóttur mína sem stundar nú nám í Besancon í Frakklandi.
 Sá að meðaltali 6 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 9 og minnst 3.

En svo labbaði ég óvenju mikið, af því ég var í útlandinu, eða 10,4 km.




Breytirn 4.4.2016.  Póstur frá endomondo:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...