Í mánuðinum hjólaði ég samtals 428 km, þar af 318 km til og frá vinnu og 110 km annað.
Sá að meðaltali 13 aðra á hjóli á leið minni til vinnu. Flesta sá ég 20. sept. en þá sá ég 20 og fæsta 19. sept. eða 7 en þann dag var rigning.
Hjólaði 20 af 22 vinnudögum, en einn daginn skildi ég hjólið eftir í vinnunni og fékk far heim vegna slagveðurs og hinn daginn var tónleikastúss og ég hjólaði á æfingar og tónleika en fór á bíl í vinnuna.
Þann 26. september skipti ég yfir á vetrarhjólið af því að ljósin á fína hjólinu mínu neita að virka. Ég ætla mér að setja nagladekkin undir einhverja næstu daga og vera þar með undirbúin fyrir komandi vetur.
Svona er staðan mín hjá endomondo, 832 hamborgarar í kaloríubrennslu! Þetta eru samt ekki mjög nákvæm fræði þar sem ég er t.d. ekki með púlsmæli. Hef tekið eftir því að ef mótvindur er mikill og ég rétt sniglast áfram af þvi ég hef hreinlega ekki kraft á við vindinn þá er kaloríutalningin frekar lág því forritið veit ekki af vindinum og puðinu sem á sér stað. Enda er þetta nú meira til gamans.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...