31. ágúst 2017

Hjólað í ágúst 2017



Í mánuðinum hjólaði ég samtals 292 km, þar af 237 km til og frá vinnu og 55 km annað. 
Sá að meðaltali 14 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.

Hjólaði 16 af 22 vinnudögum, 6 daga var ég í fríi.

Hér er smá staðreyndir um samanlagða hreyfingu hjá mér frá því ég fór að nota endomondo (sem var í apríl 2013).
Viðbót 6.9.2017:

20. ágúst 2017

Hjólaði upp í Grafarvog.  Þar eru fínir stígar og fallegt að koma.  En sum gatnamót eru ekki skemmtileg.  Eins og þessi hérna sem eru rétt hjá útilistaverkunum.  Eins og sést á myndinni heitir gatan Borgarvegur.  Ljósmyndirnar eru ekki alveg nógu góðar en gefa samt einhverja hugmynd.

Séð hinumegin frá.  Setti appelsínugular línur á þessa mynd til að sýna betur hvert leiðin liggur ef þú ert á hjóli eða gangandi:
 Þessi loftmynd er tekin af Borgarvefsjá og hér sést vel hversu flókin þessi gatnamót eru.


Væri ekki snilld að steja undirgöng, t.d.hér?

2. ágúst 2017

Hjólað í júlí 2017

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 253 km, þar af 188 km til og frá vinnu og 65 km annað. 
Sá að meðaltali 11 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.

Hjólaði 11 af 20 vinnudögum, 9 daga var ég í fríi.

Keypti mér nýtt hjól í Hjólaspretti í Hafnarfirði um miðjan mánuðinn.
Hér má sjá fyrsta hjólatúrinn frá verslun og heim. (smellið á textann).  
Og hér er mynd af mér og hjólinu eftir fyrsta hjólatúrinn.

Þetta er Kalhkoff hjól, 8 gíra með ljósi bæði framan og aftan sem knúið er áfram með því að hjóla.  Gírarnir eru inni í öxlinum á afturdekkinu og er mér sagt að það endist mikið betur en þegar gírarnir eru utanáliggjandi þar sem drulla og slíkt kemst ekki að gírbúnaðinum.  Ég smá áhyggjur af vetrarhjólreiðum á þessu hjóli af því dekkin eru mjórri en ég hef verið á, en vonandi eru það óþarfa áhyggjur.  Svo eru fótbremsur á því og það hefur tekið smá tíma að venjast því að geta ekki slegið pedalana aftur.

Mánuðurinn var vætusamur framanað og hér er mynd af mér þar sem ég er komin heim rennandiblaut eftir óvenju mikla rigningu en góðan meðvind á leið úr vinnu.



Svo er nokkuð um viðhald og endurnýjun á stígum sem er gott auðvitað en það hefur áhrif á leiðarval.  Hér er framkvæmd óvenju vel merkt og bent á hjáleiðir.


Viðbót 8.8.2017.  Skilaboð frá endomondo

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...