6. mars 2021

Hjólað í febrúar

Hjólaði samtals 154 km í mánuðinum þar af 104 til og frá vinnu. Hjólaði 16 af 20 vinnudögum. Endaði mánuðinn í veikindum og missti því út næstum heila viku sem var mikið svekkelsi.

Sá að meðaltali á dag (þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 6 á hjóli, engann á hlaupahjóli og 10 gangandi.
Heildar talning í mánuðinum var: 96 á hjóli, 4 á hlaupahjóli og 146 gangandi.

Nú er komin smá reynsla á Strava. Ég er ekkert endilega ástfangin af því forriti. Fyrir mig er það of íþrótta-keppnis miðað, en það heldur utan umhreyfinguna mína og það er það sem ég vil.

Það allra skemmtilegasta við Strava er hitakortið (heatmap). Og svona lítur mitt út núna:


Augljóslega hjóla ég mest til og frá vinnu og svo er morgunkaffið á sunnudögum hjá mömmu og pabba að koma strerkt inn. Hlakka til að bæta við línum á þetta kort.



Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...