1. ágúst 2021

Hjólað í júlí 2021

Hjólaði samtals 266 km í mánuðinum þar af 62 til og frá vinnu. Hjólaði 9 af 22 vinnudögum, var í orlofi þá daga sem vantar uppá. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 10 á hjóli, 1 á hlaupahjóli og 11 gangandi.

Heildar talning í mánuðinum var: 91 á hjóli, 12 á hlaupahjóli og 102 gangandi.


Hér má sjá hvernig "hitakortið" stendur eftir mánuðinn.



Fór í nokkra hjólatúra og þessi stendur algjörlega uppúr:


Þarna hjólaði ég með pabba og Logan upp að Gljúfrasteini. Við heimsóttum Halldór Laxness og Guðnýju (skoðuðum sem sagt safnið) og röltum eftir það niður að ánni og snæddum nesti. Tókum síðan lengri leiðina heim.



Hér er líka skemmtilegur hjólatúr sem ég fór með Eyrúnu og Logan. Reyndar var útsýnið ekkert þar sem þoka og líklega gosmóða lá yfir öllu. Meira að segja Esjan var hulin og eins og hún væri bara ekki á sínum stað.


Á þessari mynd ætti Gróttuviti að sjást en hann var líka hulinn þokumóðu:



Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...