1. ágúst 2022

Hjólað í júlí 2022

Hjólaði samtals 177 km í mánuðinum þar af 85 til og frá vinnu. Ekki varð nú jafn mikið úr hjólaferðum þennan mánuðinn eins og ég hafði vonað. Síðustu tvær vikur mánaðarins var ég í orlofi. Fór af landi brott í nokkra daga og kom heim með Covid19 og er enn að ná upp orku eftir það.

Hjólaði 62 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 114 á venjulega hjólinu. Hef leikið mér að því að reikna út hvað hver km hjólaður á rafhjólinu kosti miðað við hvað hjólið kostaði í upphafi. í upphafi þessa árs var hver hjólaður km á kr. 3.333 en er núna kominn niður í 1.162 kr. (hjólið var keypt í ágúst á síðasta ári).

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 12 á hjóli, 5 á hlaupahjóli/rafskútu og 13 gangandi, 

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...