3. febrúar 2023

Hjólað í janúar 2023

Hjólaði samtals 199 km í mánuðinum þar af 146 til og frá vinnu. Hjólaði 19 af 22 vinnudögum til vinnu, en ég tók mér 1 dag í orlof og náði mér svo í veikindi líka. Í mánuðinum voru 8 daga þar sem ég hjólaði ekki neitt.

Hjólaði 23 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 176 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 5 á hjóli, 1 á hlaupahjóli/rafskútu og 11 gangandi. Bara 2. janúar sá ég engan annan á hjóli en þá var ég líka óvenju seint á ferð, mætti ekki fyrr en kl. 10 þann dag. Mest sá ég 9 aðra á hjóli.

Myndir teknar í janúar tengdar færð en hún var ansi misjöfn þennan mánuðinn:


Gatnamót Suðurlandsbrautar og Engjavegs. Horft í átt að Glæsibæ á vinstri hönd. 

Færðin ekki skemmtileg þarna:


Vinnufélagi líka á hjóli:


Að koma frá Suðurlandsbraut og að Sæbraut. 
Leikskólinn Steinahlíð á vinstri hönd:


Fór ömmustrák á leikskólann. 
Treysti mér ekki með hjólið yfir snjóruðninginn svo það var skilið eftir á stígnum:

Margt svo ótrúlega fallegt í frostinu
Þetta er tekið bakvið Sorpu við Sævarhöfða

Rusladallar fylltust af hundaskítspokum í ófærðinni


Gatnamót Suðurlandsbrautar og Engjavegs (Glæsibær fyrir aftan mig)
Þarna sést vel hvað göturnar gætu verið þrengri án þess að tefja umferð að neinu marki.
Væri svo mikið öruggara fyrir okkur sem ferðumst utan bílsins.

Sæbrautin er þarna til vinstri. Hérna hefur snjórinn verið ruddur beinustu leið,
stígurinn liggur aðeins lengra til hægri og svo niður.


Barðavogur. Búið að skafa af götunni upp á gangstétt. 

Sami staður og hér fyrir ofan, annað sjónarhorn.
Ég hjólaði auðvitað bara á götunni



Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...