5. október 2023

Hjólað í september 2023 - 323 km

Hjólaði samtals 323 km í mánuðinum þar af 155 til og frá vinnu. Hjólaði alla nema 2 vinnudaga mánaðarins til vinnu.

Hjólaði 168 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 155 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 13 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 16 gangandi.

Mest sá ég 29 hjólandi en minnst 7. 


Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Þarna lenti ég í ógöngum. Hélt að stígurinn væri tilbúinn norðan megin við Bústaðarveg. Ef ég hefði verið á venjulega hjólinu hefði ég getað komið því áfram og niður á stíginn en af því ég var á stóra-hjólinu þá snéri ég við.


Ömmustrákur sóttur og viðvorum svo heppin að það var enginn á hoppubelgnum


Á leið í frisbígolf við Dalveg. Síðast þegar ég fór þessa leið var hægt að komast milli og áfram stíginn (sem var vel greiðfær) en núna var búið að loka honum aftur.


Litla hjólið fór í dekkjaskipti í Hafnarfirðinum 20. sept. Svona er staðan á undirgöngunum við Arnarneshæð.


Leiðin heim úr vinnu ekki fær, verið að breyta gatnamótunum (Sæbraut-Skeiðarvogur) og gera þau öruggari fyrir gangandi, sérstaklega börn í hverfinu fyrir neðan Sæbraut sem fara í Vogaskóla. Vonandi tekst vel til.
Hinumegin frá.


Appelsínugulu brýrnar yfir Elliðaárósana alltaf fallegar.


Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...