1. janúar 2025

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI

Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir.

Ég hjólaði 208 af 248 vinnudögum ársins. Af þessum 40 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 2 vegna ófærðar og veðurs (1 í jan og annar í nóv), 5 vegna veikinda og restin er svo orlof eða aðrar ástæður.

Á árinu voru 68 dagar sem ég hjólaði ekki neitt. Hér sést hvernig þeir dagar raðast á mánuðina:


Í janúar, mars og október hjólaði ég alla vinnudagana í vinnuna. Og yfir árið hjólaði ég 84% af vinnudögum til og frá vinnu. Leiðin sem ég hjóla oftast til vinnu er 4,4 km og nokkurnvegin á jafnsléttu. Stysta leið sem ég get farið eru 2 km í gegnum Laugardalinn en ég vel þessa lengri leið af ýmsum ástæðum. 

Svo er það stóra hjólið sem ég keypti í ágúst 2021 (sjá um það hér). Á því hef ég hjólað 1.316 km á árinu.

Hér er svo hitakortið mitt á Strava fyrir það sem ég skráði á árinu (inniheldur eitthvað af labbi líka).



TALNING: REIÐHJÓL, HLAUPAHJÓL OG GANGANDI

Á morgnanna á leið minni til vinnu tel ég þá sem ég sé á hjóli, hlaupahjóli (rafskútu) og gangandi. Þetta hef ég gert í mörg á og byrjaði á skrá þessar tölur hjá mér árið 2010. Fyrst voru það bara hjólin, svo bættust gangandi við og núna síðustu 2 ár hlaupahjól.

Hér má sjá samanburð á talningu hjólandi árið 2010 og árið 2024. Bláa línan er 2010.


Það er vert að taka fram að þó svo augljóslega megi sjá líkindi milli talninga þessara ára þá er ég ekki að hjóla sömu leðina í bæði skiptin. Árið 2010 vann ég niðri í miðbæ og leiðin sem ég fór til og frá vinnu örlítið lengri en ég hjóla í dag.

Hér er samanburður milli 2023 og 2024. Þá er sama leiðin hjóluð.



Hér má sjá tölur yfir flesta og fæsta hjólandi sem ég sá, eftir mánuðum. Bara í desember var einn dagur (27.12.2024) þar sem ég sá engan annan á hjóli:


Hér eru meðaltal talninga í mánuði árið 2024 eftir ferðamáta:
Blá súla er hjól, rauð er rafskútur og græn eru gangandi.


STRAVA SAMANTEKT ÁRIÐ 2024

Athugið að hér er öll skráð hreyfing á árinu, líka það sem ég hef labbað. Og svo er einn snjómokstur sem ég skrái sem krossfit og það laumast þarna inn líka.






Allt í allt ljómandi fínt hjólaár og ég vona að nýja árið 2025 verði það líka.

GRUNN UPPLÝSINGAR

Hjólið er mitt aðal farartæki. Það er orðið þannig að ef ég kemst upp með það þá fer ég á hjólinu þangað sem ég þarf að fara. Ég fæ stundum að heyra það að ég sé svo dugleg að hjóla, það er að mínu mati byggt á misskilningi því þetta tengist ekki dugnaði, heldur því að nota þann ferðamáta sem hentar best og er svo lang, lang, lang skemmtilegastur. Hef líka verið spurð hvort það komi ekki morgnar þar sem ég nenni ekki að hjóla í vinnuna. En ég kannast ekki við það. Frekar að vera hrædd um að það sé ekki hægt að hjóla út af veðri eða færð. En núna er ég það heppin að þegar það gerist þá get ég labbað í vinnuna.

Ég er alveg hætt að hjóla hratt eða hafa það sem markmið að komast á sem stystum tíma þangað sem ég er að fara. Yfirleitt er ég samt fljótari en ég geri ráð fyrir.

Allt sem ég hjóla er skráð í Strava, líka stutt skuttl í búð eða hvað sem er. Lang mest er ég að hjóla til að koma mér milli staða en ég á líka til að hjóla bara til að hjóla.

 

2. janúar 2024

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI

Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir.

Ég hjólaði 203 af 250 vinnudögum ársins. Af þessum 47 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir er aðeins einn vegna ófærðar og veðurs í febrúar, 6 vegna veikinda og restin er svo orlof eða aðrar ástæður.

Á árinu voru 66 dagar sem ég hjólaði ekki neitt. Hér sést hvernig þeir dagar raðast á mánuðina:




Í apríl og ágúst hjólaði ég alla vinnudagana í vinnuna. Og yfir árið hjólaði ég 81% af vinnudögum til og frá vinnu. Þetta er leiðin sem ég hjóla til vinnu. Vegalengdin er 4,4 km og nokkurnvegin á jafnsléttu.


Stysta leið sem ég get farið eru 2 km í gegnum Laugardalinn en ég vel þessa leið af ýmsum ástæðum. 

Svo er það stóra hjólið sem ég keypti í ágúst 2021 (sjá um það hér). Á því hef ég hjólað 1.049 km á árinu.

Hér er svo hitakortið mitt á Strava fyrir það sem ég hjólaði á árinu.



TALNING: REIÐHJÓL, HLAUPAHJÓL OG GANGANDI

Á morgnanna á leið minni til vinnu tel ég þá sem ég sé á hjóli, hlaupahjóli (rafskútu) og gangandi. Þetta hef ég gert í mörg á og byrjaði á skrá þessar tölur hjá mér árið 2010. Fyrst voru það bara hjólin, svo bættust gangandi við og núna síðustu 2 ár hlaupahjól.

Hér má sjá samanburð á talningu hjólandi árið 2010 og árið 2023. Ljósbláa línan er 2010.



Það er vert að taka fram að þó svo augljóslega megi sjá líkindi milli talninga þessara ára þá er ég ekki að hjóla sömu leðina í bæði skiptin. Árið 2010 vann ég niðri í miðbæ og leiðin sem ég fór til og frá vinnu örlítið lengri en ég hjóla í dag.

Hér er samanburður milli 2022 og 2023. Þá er sama leiðin hjóluð. Ágúst og september á síðasta ári toppa öll árin sem ég hef talið.





Hér má sjá tölur yfir flesta og fæsta hjólandi sem ég sá, eftir mánuðum. Bæði í jan og feb komu dagar þar sem ég sá engan annan á hjóli:





Hér eru meðaltal talninga í mánuði árið 2023 eftir ferðamáta:
Blá súla er hjól, rauð er hlaupahjól og græn eru gangandi.





STRAVA SAMANTEKT ÁRIÐ 2023

Athugið að hér er öll skráð hreyfing á árinu, líka það sem ég hef labbað.










GRUNN UPPLÝSINGAR

Hjólið er mitt aðal farartæki. Það er orðið þannig að ef ég kemst upp með það þá fer ég á hjólinu þangað sem ég þarf að fara. Ég fæ stundum að heyra það að ég sé svo dugleg að hjóla, það er að mínu mati byggt á misskilningi því þetta tengist ekki dugnaði, heldur því að nota þann ferðamáta sem hentar best og er svo lang, lang, lang skemmtilegastur. Hef líka verið spurð hvort það komi ekki morgnar þar sem ég nenni ekki að hjóla í vinnuna. En ég kannast ekki við það. Frekar að vera hrædd um að það sé ekki hægt að hjóla út af veðri eða færð. En núna er ég það heppin að þegar það gerist þá get ég labbað í vinnuna.

Ég er alveg hætt að hjóla hratt eða hafa það sem markmið að komast á sem stystum tíma þangað sem ég er að fara. Yfirleitt er ég samt fljótari á staðinn en ég geri ráð fyrir.

Allt sem ég hjóla er skráð í Strava, líka stutt skuttl í búð eða hvað sem er. Lang mest er ég að hjóla til að koma mér milli staða en ég á líka til að hjóla bara til að hjóla. Á árinu merkti ég allar samgönguferðir sem slika í Strava, en það er auka vesen og ég hugsa ég haldi því ekki áfram í ár.

31. desember 2023

Hjólað í desember 2023 - 231 km

Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2.

Hjólaði 49 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor sem er óvenju lítið, en út af töluverðum snjó og misjafnri færð þá lagði ég ekki í að nota það hjól eins mikið. Hjólaði 182 km á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 9 á hjóli, 1 á hlaupahjóli/rafskútu og 10 gangandi.

Mest sá ég 16 hjólandi en minnst 1.

Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Skrapp í sorpu með nokkra hluti



Fór með hjólið á verkstæði í Hafnarfirði. Hjólaði í fyrsta skipti í gegnum nýju undirgöngin á Arnarneshæð


Falleg speglun undir Gullinbrú í Grafarvogi

Vetur við Suðurlandsbraut, horft í átt að Glæsibæ.

Hjólastæðið við Húsasmiðjuna, nema þegar hjóli er lagt þá er ansi lítið pláss eftir fyrir aðra stígfarendur.
Keypti salt fyrir innkeyrsluna

Átti eftir að fara Seltjarnarneshringinn á árinu. Færðin var góð út á nesið en svo fór að snjóa. Og það snjóaði og snjóaði og við það þyngdist færðin töluvert. En falleg var það.



Svo nokkrar snjómyndir af stígum og við stíga.




3. desember 2023

Hjólað í nóvember 2023 - 306 km

Hjólaði samtals 305 km í mánuðinum þar af 207 til og frá vinnu. Hjólaði til vinnu alla vinnudaga mánaðarins nema tvo (tók mér orlofsdaga), og bara 2 daga í mánuðinum hjólaði ég ekki neitt. Er svo heppin að ég kemst lang flest sem ég þarf að fara á hjóli og er alltaf ánægð ef ég get sleppt því að vera á bíl.

Hjólaði 144 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 161 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 10 á hjóli, 2 á hlaupahjóli/rafskútu og 10 gangandi.

Mest sá ég 15 hjólandi en minnst 6.

Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Viðgerð eða viðhald á brúarenda


Skrapp í búð, keypti aðeins meira en ætlað var, því hver stenst fyrsta mandarínukassann?

Fór með ömmu-krútt í balletttíma

Enn verið að vinna við gatnamót, en nú hægt að fara um þau

Og það snjóaði smá


4. nóvember 2023

Hjólað í október 2023 - 287 km

Hjólaði samtals 287 km í mánuðinum þar af 148 til og frá vinnu. Hjólaði alla vinnudaga mánaðarins nema einn (tók mér orlofsdag) til vinnu (og bara einn dag í mánuðinum hjólaði ég ekki neitt).

Hjólaði 111 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 176 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 12 á hjóli, 2 á hlaupahjóli/rafskútu og 12 gangandi.

Mest sá ég 20 hjólandi en minnst 4.


Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Tekið 2. október. Framkvæmdir að hefjast á gatnamótum Sæbrautar og Snekkjuvogar. Búið að loka fyrir gangandi/hjólandi að þvera Snekkjuvog.

Ótrúlega fallegur morgunhiminn þegar ég hjólaði í vinnuna.

Speglun við Elliðaárósa


25. október, enn lokað fyrir gangandi/hjólandi en búið að opna fyrir bílaumferð.

Vinnuferð að taka saman myndakassa.


5. október 2023

Hjólað í september 2023 - 323 km

Hjólaði samtals 323 km í mánuðinum þar af 155 til og frá vinnu. Hjólaði alla nema 2 vinnudaga mánaðarins til vinnu.

Hjólaði 168 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 155 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 13 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 16 gangandi.

Mest sá ég 29 hjólandi en minnst 7. 


Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Þarna lenti ég í ógöngum. Hélt að stígurinn væri tilbúinn norðan megin við Bústaðarveg. Ef ég hefði verið á venjulega hjólinu hefði ég getað komið því áfram og niður á stíginn en af því ég var á stóra-hjólinu þá snéri ég við.


Ömmustrákur sóttur og viðvorum svo heppin að það var enginn á hoppubelgnum


Á leið í frisbígolf við Dalveg. Síðast þegar ég fór þessa leið var hægt að komast milli og áfram stíginn (sem var vel greiðfær) en núna var búið að loka honum aftur.


Litla hjólið fór í dekkjaskipti í Hafnarfirðinum 20. sept. Svona er staðan á undirgöngunum við Arnarneshæð.


Leiðin heim úr vinnu ekki fær, verið að breyta gatnamótunum (Sæbraut-Skeiðarvogur) og gera þau öruggari fyrir gangandi, sérstaklega börn í hverfinu fyrir neðan Sæbraut sem fara í Vogaskóla. Vonandi tekst vel til.
Hinumegin frá.


Appelsínugulu brýrnar yfir Elliðaárósana alltaf fallegar.


Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...