1. janúar 2022

Nytjahjól - cargobike

Það brjálaðast og besta og skemmtilegasta sem ég gerði á þessu ári var að kaupa mér nytjahjól (sjá færslu um það hér).

Mikið hlakka ég til þegar ég get farið að nota það aftur. Keypti ekki nagladekk undir það, þó ég sé alvarlega að hugsa um það, svo hjólatúrar á því bíða þess að það sé örugglega engin hálka.

Ég skal viðurkenna að áður en ég fékk þetta hjól var ég með nokkra fordóma gagnvart rafmagnshjólum, fannst þau pínulítið svindl. En ég hef algjörlega læknast af því og sé hversu mikil snilld þau eru. Allt í einu geta allir hjólað. Brekkur og vindur hafa engin áhrif þegar þú getur nýtt mótorinnn til að fletja út brekkurnar og lægja vindinn (tilfinningin er þannig allavega).

Eini gallinn við þetta hjól sem ég keypti mér er að boxið tekur mest 60 kg, sem útilokar flesta fullorðna í að vera farþegar hjá mér. En hver veit, kannski í framtíðinni á ég eftir að uppfæra í hjól sem tekur meiri þyngd.

Hér eru nokkrar myndir af hjólinu, mér og uppáháldsferðafélaganum:

Hér er ég nýbúin að kaupa gripinn, sést kannski hversu hamingjusöm er ég er með hann.



Hér er ég með uppáhalds farþegann og við að leggja af stað í einhver ævintýri.

Þessa mynd tók ég í prufu hjólatúr í leikskólann hjá uppáhaldsfarþeganum. Ferðin var farin á frídegi og tilgangurinn að athuga hvernig gengi að hjóla þangað með það í huga að fara seinna og sækjann í skólann. Var ekki ánægð að sjá þessa kerru lagða yfir stéttina sem fyrir er þröng og leiðinleg. En ég þurfti þarna að fara niður kantsteininn, sem er nokkuð hár.


Hér má sjá uppáhalds farþegann skoða hvernig keðjan og pedalarnir virka.


Við keyptum svo hlíf yfir boxið til að vernda farþegann og farangurinn enn betur

Hjólaði 163 km á þessu hjóli frá því það var keypt í ágúst. Gleymdi samt að setja strava af stað í allra fyrsta hjólatúrnum sem var frá búðinni og heim. Sú vegalengd er samt ekki nema rétt rúmur kílómeter.










Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...