Um helgina flyst ein elsta og besta vinkona mín út á land. Í staðin fyrir að geta farið til hennar á 10 mín mun það taka mig 3-4 klst að komast til hennar. Við höfum hittst vikulega í töluvert langan tíma og haft það kósí við prjónaskap, sjónvarpsgláp og kjaftagang. Mikið á ég eftir að sakna þeirra stunda.
Við höfum þekkst í hvorki meira né minna en 25 ár - vá!!!
En í staðin koma helgarferðir sem verða ekki leiðinlegar. Það verður gaman að geta prjónað alla helgina eða púslað heilt púsluspil (ekki bara að byrja eða enda). Kannski við dustum rykið af stimpildótinu. Jafnvel gönguferðir um sveitina (eða borgina) á góðviðrisdögum með nesti og nýja skó.
Já, já heimurinn ferst ekki þó eitthvað breytist...
24. maí 2006
18. maí 2006
Leyndarmál
Í trúnaði var sagt frá og loforð tekið um að það færi ekki lengra. Best væri að gaspra ekki um hlutina og maður á ekki að vera að bera svona sögur út!
Sá sem segir svona hluti gengur gegn öllu því sem hann er að segja. Einhversstaðar frá kemur vitneskjan - ekki ólíklegt að hún hafi verið sögð í trúnaði, bara okkar á milli (þið vitið).
Daginn eftir vitnast það að sama frásögnin var sögð af sama manni í 7 manna hóp. Til lítils var þá að biðja um þetta loforð.
Svona gerir maður bara ekki, nema auðvitað að heimildin sé góð og/eða manni er illa við þann sem um er rætt - ekki satt?
17. maí 2006
Regndropi.
Dropi féll af himnum og beint á nefið á mér. Þetta var fyrir nokkrum dögum síðan, ég hef hugsað um hann af og til síðan. Spáðu í því þvílíka útreikninga og pælingar hefði þurft til að gera þetta viljandi. Það var ekki beinlínis rigning, bara svona dropi og dropi á stangli. Hversu langa vegalengd var hann búin að ferðast áður en lendingu var náð? Hvaðan kemur hann upphaflega?
Segjum að maður sé í loftbelg og sleppi nokkrum dropum hverjar eru líkurnar á því að einn af þeim lendi á nefinu á manni á ferð einhversstaðar fyrir neðan?
Segjum að maður sé í loftbelg og sleppi nokkrum dropum hverjar eru líkurnar á því að einn af þeim lendi á nefinu á manni á ferð einhversstaðar fyrir neðan?
13. maí 2006
9. maí 2006
Hjólafréttir
Það hefur orðið gríðarleg aukning á hjólreiðamönnum á götum/gangstéttum borgarinnar. Hvort sem það er nú veðrinu eða átakinu Hjólað í vinnuna að kenna, nema hvoru tveggja sé. Liðið mitt féll hratt niður listann á fyrstu dögunum vorum á fyrsta degi í 6 sæti en erum núna í 44 m.v. daga en í 25 sæti m.v. kílómetrafjölda (erum í flokkum 10-29).
Í morgun var met fjöldi hjólreiðamanna á leið minni til vinnu en talin voru alls 28 stk. Í gær voru það 22, sem þá var met ársins. Miðað við að í síðustu viku voru tölurnar 8-14 þá er þetta töluverð aukning.
Eins og þetta er nú allt saman skemmtilegt og ég gæti skrifað um þetta miklu, miklu lengri pistil þá hef ég verk að vinna og verð því miður að snúa mér að því núna. Meira seinna - ég lofa.
Í morgun var met fjöldi hjólreiðamanna á leið minni til vinnu en talin voru alls 28 stk. Í gær voru það 22, sem þá var met ársins. Miðað við að í síðustu viku voru tölurnar 8-14 þá er þetta töluverð aukning.
Eins og þetta er nú allt saman skemmtilegt og ég gæti skrifað um þetta miklu, miklu lengri pistil þá hef ég verk að vinna og verð því miður að snúa mér að því núna. Meira seinna - ég lofa.
3. maí 2006
Á hvaða aldri ertu?
Eftir því sem ég verð eldri er erfiðara með að meta aldur fólks. Mér finnst fólk sem er eldra en ég (þá á ég við a.m.k. 10 árum eldri) allltaf verða unglegra og unglegra og þeir sem eru yngir krakkalegri og krakkalegri. En er það er aldurshópurinn plús/mínus 10 ár við minn aldur sem er svo flókinn. Ég er alltaf að reka mig á það að álíta þennan eða hinn vera "miklu eldri en ég" en svo þegar til kemur er sá eða sú jafnaldir eða jafnvel yngri. Eða sem getur verið enn pínlegra þegar maður kastar því fram "þú ert á mínum aldri" og viðkomandi er 5-10 árum yngri.
Í barnaskóla var þetta einfaldara. Þá var auðvelt að greina 1. bekking frá 2. bekkingi eða krakka úr 5 bekk. Og allir sem lokið höfðu barnaskólanum voru gamlir. Punktur og basta!
Í barnaskóla var þetta einfaldara. Þá var auðvelt að greina 1. bekking frá 2. bekkingi eða krakka úr 5 bekk. Og allir sem lokið höfðu barnaskólanum voru gamlir. Punktur og basta!
2. maí 2006
Á leiðninni í vinnuna datt mér svo margt skemmtilegt í hug að skrifa hér en núna þegar ég gef mér smá tíma þá er eins og allt sé horfið.
Vorum í gær að skoða hótel nálægt Disneylandi í París því þangað ætlum við í sumar eftir að hafa verið viku í dýrðinni í Danaveldi. Við ætlum okkur 2 daga í garðinn og 2 daga í borgina. Þetta verður þannig að við ættum að ná að sjá þetta allra frægasta eins og Effelturninn, Monu Lisu og Notre Dam.
"Hjólað í vinnuna" hefst í dag og í fyrsta skipið tek ég þátt. Náði að skrapa saman í lágmarksfjölda hér í vinnunni (sem eru 3) og þá erum við 2 sem hjólum og 1 strætóandi. Gaman að sjá hvernig okkur gengur. Ég er nú þegar búin að hjóla 7 km í dag og á þá eftir að fara heim aftur (5 km).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...