18. maí 2006

Leyndarmál



Í trúnaði var sagt frá og loforð tekið um að það færi ekki lengra. Best væri að gaspra ekki um hlutina og maður á ekki að vera að bera svona sögur út!

Sá sem segir svona hluti gengur gegn öllu því sem hann er að segja. Einhversstaðar frá kemur vitneskjan - ekki ólíklegt að hún hafi verið sögð í trúnaði, bara okkar á milli (þið vitið).

Daginn eftir vitnast það að sama frásögnin var sögð af sama manni í 7 manna hóp. Til lítils var þá að biðja um þetta loforð.

Svona gerir maður bara ekki, nema auðvitað að heimildin sé góð og/eða manni er illa við þann sem um er rætt - ekki satt?

6 ummæli:

Refsarinn sagði...

Okkar á milli þá finnst mér þetta bara lélegt að gera svona.

BbulgroZ sagði...

Er þetta sönn saga, við hvern er átt, hvert var leyndóið?!?!

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Nú, nú á að lokka niður á saman plan og sá sem um var rætt. Þessi saga þykir ekki merkileg í dag, enda allir að gaspra um hana.

En þessi mannvera hefur fyrir löngu misst allt álit hjá mér.

BbulgroZ sagði...

Bíddu bíddu, um hvað er verið að tala hér??? Þú ert snillingur í að halda svona hlutum leindum og gefa svo smá hint en það segir manni ekki neitt heldur gerir mann enn spentari fyrir málinu.

BbulgroZ sagði...

Tell me more, tell me more...eins og segir í Grease

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Hí, hí, já ekki laust við að ég hafi gaman að þessu. En þú færð mig ekki til að segja frá. Enda sagan vita ómerkileg og þessi forvitnisleikur er svo miklu, miklu skemmtilegri.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...