Nú er sumarið komið. Skólarnir að fara í frí og við tekur letilíf hjá krökkunum sem þau hafa hlakkað til lengi (þar til vinnan hefst). Þurfa ekki að fara fram úr rúminu fyrr en þau vilja sjálf og svoleiðis. Þetta leiðir af sér að ég get sofið næstum hálftíma lengur á morgnana sem er gott. Kannski næ ég þá líka að vaka hálftíma lengur á kvöldin?!?
Rúntaði norður á Skagaströnd um helgina til að sjá hvernig hún vinkona mín hefur komið sér fyrir. Heillaðist algjörlega af staðnum og húsinu hennar. Veðrið var mjög gott og við fórum rúnt um plássið og það var virkilega fallegt í sólinni. Svo sátum við í garðinum og nutum sólarinnar.
Sem betur fer fór ég í gegnum Hvalfjarðargöngin áður en áreksturinn varð. Það er of dimmt í þessum göngum. Það er skrítið að við sem eigum allt þetta ódýra og umhverfisvæna rafmagn getum ekki lýst upp göngin betur. Er ekki meiri innkoma vegna ganganna en gert var ráð fyrir? Má ekki nota eitthvað af þeim peningum í lýsingu? Heyrði í fréttunum að vegna kvartana frá nokkrum vegfarendum (ekki hefur mér dottið í hug að kvarta þó ég hugsi um þetta í hvert skipti sem ég fer göngin) að þá eigi að bæta lýsingu við sitthvorn endann á göngunum. Það er bara ekki nóg. Á maður að kvarta?
Eftir viku verð ég í Kanada. Er að verða pínu spennt - mest spennandi er að vita hvort nýja vegabréfið mitt komist í mínar hendur áður en lagt verður af stað. Við lendum nefnilega í hinu mikla USA landi. Þetta kemur allt saman í ljós er líða fer á vikuna.
Í framhaldi af því er rétt að auglýsa opna æfingu sem verður í Kópavogskirkju annaðkvöld (miðvikudagskvöldið 7. júní) kl. 20.00 þar sem sungið verður yfir lögin sem flutt verða í Kanada. En á efnisskránni eru ættjarðarljóð, sálmar og aðrar íslenskar perlur.
6. júní 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Úff og púff, gott að heyra í þér aftur á þessum miðli, fannst þetta dáltið skrítið að hér hefur ekkert verið skrifað i ja 10 daga eða svo...
Gaman fyrir norðan segirðu, farðu nú ekki að flytja(Ybbsilon í þessu Erpur, fluttningar) norður samt hm...
En opið hús í kirkjunni fínu segirðu...hm...ég veit ekki...: )
Opin æfing segirðu gott að heyra ég ættlaði nefnilega að hlusta þarna um daginn en var meinaður aðgangur af harðsvíruðum öryggi-svörðum.
Annars man ég þegar við fórum óvart um göngin til svíþjóðar þá fékk maður ofbirtu í augun þau voru svo vel lýst.
Svínn klikkar seint á öryggisþættinum eins og lýsingu í göngum ofl...vann með Svía í heilt ár, töluverður munur er á öryggisstöðlum hjá þeim og okkur skal ég segja þér...
Skrifa ummæli