Þá er búið að skíra litlu bróðurdóttur mína. Hún fékk þetta líka fallega nafn. Mamma sem var skrínarvottur tók næsum bakföll af undrun og gleði þegar Ívar Fannar sagði nafnið hátt og skírt í kirkjunni fyrir alla að heyra, því þarna fékk hún nöfnu.
Presturinn, fyrrum skólafélagi (bæði í Kársnesskóla og Tónlistarskóla Kópavogs) sr. Þorvaldur Víðisson skírði dömuna sem var hin rólegasta yfir þessu öllu saman. Því miður er ég ekki með myndir til að setja með en mér finnst ekki ólíklegt að Arnar bróðir eigi eftir að setja nokkra inn á myndasíðuna sína. Við bíðum bara róleg eftir því.
Ég fékk að spila á orgelið í Kópavogskirkju en þar fór athöfnin fram. Ég spilaði Lagið hennar Ingu sem forspil og það hljómar bara svona ljómandi fallega á orgelið. Svo í lok athafnarinnar söng pabbi lag eftir sjálfan sig við texta sem hann og mamma áttu grunninn að en Helga móðursystir setti í ljóð af alkunnri snilld.
Feðgarnir Ívar og Arnar spiluðu frumsamið lag á gítar og ... ja nú veit ég ekki hvað hljóðfærið sem Ívar Fannar spilaði á heitir en það er hljómborð sem gengur fyrir lofti sem hljóðfæraleikarinn blæs inn í hljómborðið um leið og spilað er.
Falleg athöfn fyrir fallega stúlku.
12. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Til hamingju með nafnið á fallegu litlu frænku þinni :)
Mjög fallegt nafn :)
og svo mikill heiður af því að lagið mitt þyki svona fallegt :´)
He he...takk fyrir mín kæra Bjarney : )
Ég var að setja inn færslu á bloggið mitt og fór svo inn á þína síðu og sá að ég hafði verið að segja frá nánast eins og þú : )
Þakka hér líka mikið vel fyrir allt, spileríið ofl.
Skrifa ummæli