Þetta var lengsti dagurinn okkar og einnig með þeim skemmtilegri. Ég var að sjálfsögðu með allskonar kort og bækur á lofti allan ferðatímann okkar (og nokkrar vikur þar á undan við að skoða og skipuleggja hvert væri gaman að fara og hvað áhugavert að skoða).
Það kemur í ljós að Hrund hafði farið á Njáluslóðir með skólanum í vor sem var einmitt á þessu svæði sem við vorum á svo við ákváðum að taka smá útúrdúr eftir að hafa heyrt söguna af því þegar Skarphéðinn Njálsson rennir sér niður hlíðar Stóru-Dímonar og heggur mann og annan (sjá mynd með texta). Stóra-Dímon (afhveru heitir það Stóra-Dímon en ekki Stóri-Dímon?) er rétt hjá Seljalandsfossi, stendur eitt á sandsléttunni með Markarfljót við hlið sér.
Eyrún plataði okkur til að labba upp hlíðarnar og við sáum ekki eftir því. Þetta er ekki erfið ganga en töluvert bratt á kafla, þar einmitt stoppuðum við aðeins og ég fékk fyrsta lofthræðslukastið. Ég hélt alltaf einu sinni að ég væri ekki lofthrædd, en ég veit það núna að þessi hræðsla blundar í mér.
Eftir þessa hressilegu göngu fórum við að og á bakvið Seljalandsfoss, sem var enn meira frískandi þar sem hressilegur úðinn vætti kinnar og kætti geð.
Svo var stefnan sett á Sólheimajökul, en hann er skriðjökull sem skríður úr Mýrdalsjökli. Jökullinn er skítugur og með sandhrúgur út um allt, en virkilega fallegur. Við fórum upp að honum og aðeins upp á jökulröndina. Stutt frá okkur var hópur að undirbúa ferð á jökulinn með leiðsögn og gæti ég trúað því að áhugavert sé að ganga á jökulinn.
Næsta stopp Vík í Mýrdal. Þá var kominn kaffitími og ég keypti mér bolla af tei (sem aumingja afgreiðsludrengurinn brenndi sig á) og við snæddum nestið okkar áður en við röltum niður að sjó.
Dyrhólaey var staður sem mig langaði á og að sjá. En þegar við komum þangað var komin þoka svo ekki sáum við mikið af gatinu sjálfu, en það er magnað að vera í þokunni. Svo örlítið rofaði til svo við gátum fengið nasasjón af útsýninu sem við vorum að missa af. Síðast þegar við komum hingað var hávaða rok og rigning svo við fórum aldrei út úr bílnum. Vonandi fáum við betra veður næst.
Á heimleiðinni stoppuðum við hjá Skógarfossi. Þá vorum við öll orðin ferðalúin og langaði helst heim í bústað í afslöppun. En Skógarfoss er tignarlegur og fallegur foss sem alltaf er gaman að sjá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli