Lauk við að stinga upp beðið meðfram innkeyrslunni. Setti svo niður 150 nýja haustlauka sem ég keypti í Garðheimum og laukana sem teknir voru upp í vor í Karfavoginum. Svo ef að þeir gömlu hafa lifað af sumarið þá ætti beðið að vera ansi litskrúðugt í vor. Hlakka til.
Keypti mér líka kúmenfræ en er ekki viss hvort ég á að setja þau niður. Segir á upplýsingablaðinu að plantan geti verið erfið í húsagörðum því hún vill dreifa sér um allt. Er einhver þarna úti með reynslu á kúmenræktun?
Svo var Siggi stormur að spá frosti í nótt, spurning hvort tími sé kominn á nagladekkin (á hjólið)?
21. september 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
6 ummæli:
uss... er ekki alltof snemmt fyrir nagladekkin! Annars sá ég í morgun að það er búið að snjóa í Bláfjöllum.
kv
Adda
Líklegast rétt hjá þér. En ég er aldrei þessu vant pínu farin að hlakka til að takast á við veturinn.
Heyrðu, Þórhallur er einmitt þvílíkt spenntur að fara að skipta yfir í nagla og þurfa að berjast í kulda og voli!! Ég ætla nú bara að vera á bíl eða strætó þegar fer að frysta!
adda
Hæ Bjarney, Helga systir hélt að kúmenið væri ekki vandamál í garði, því það væri bara einært og því yrði það aldrei of fyrirferðamikið. Þú ættir bara að hringja til hennar og spyrja hana. Mer finnst mjög spennandi að setja niður kúmen.
Kveðjur á landið kalda
Kúmen fræ? er það ekki bara kúmen? Ef kúmen fræ er bara kúmen þá heldur það væntalega áfram að sá sér og getur þannig orðið pínu vandamál í garðinum.
Vonast satt best að segja eftir svolítið hörðum vetri, það er eitthvað svo geggjað að fara út í snjó og slabb að hjóla :Þ
Greinileg gen frá mér í sumum:0
Fékk alltaf furðuleg viðbrögð frá fólki þegar ég sagðist vilja fara út í göngutúr þegar veðrið var þannig að ekki var talið hundi út sigandi!
Það er eitthvað endurnýjandi og hressandi við það að berjast á móti veðri og vindum, punktur, basta.
Skrifa ummæli