Loksins rauf ég 40 km/klst múrinn á hjólinu!
Var með ágætis meðvind, stígurinn örlítið niður í mót og beinn og breiður. Garmin græjan segir 41,2 en þetta var svo sem ekki í langan tíma.
Er orðin þvílíkt gölluð og gíruð fyrir veturinn. Komin á nagladekkin (sett undir þegar snjóaði þarna um daginn, auðvitað hefur hitastigið síðan verið rúmar 5 gráður). Keypti mér skærgult endurskinsvesti, fékk skuplu (buff) í kvennahlaupinu í vor sem ég ætla að nota undir hjálminn þegar kólnar aftur. Fékk mér nýtt framljós á hjólið og Eyrún fékk gamla ljósið mitt. Svo ég er til í flest. Nú er bara að sjá hvað veturinn býður uppá.
16. október 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
1 ummæli:
Til hamingju með hraðametið systir góð.
Skrifa ummæli