3. nóvember 2009

Brandur

Kötturinn hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan við fluttum. Hann hefur stungið af fljótlega eftir að við höfum gefið honum leyfi til að fara út og þá hefjast reglulegar ferðir okkar heimilismanna í Karfavoginn því við vitum að þangað leitar hann. Tvisvar hefur hann verið týndur í heila viku, og það sést á honum því hann er orðin ansi horaður.

Núna hefur verið slegið met því hann hefur haldið sig heima í rétt rúma viku. Enda hefur hann svo sem ekki fengið mörg tækifæri til að stinga af. Við höfum farið með honum út eftir vinnu og skóla í u.þ.b. klst á dag og hann hefur ekki farið langt. Í gær eftir vinnu opnaði ég lúguna hans og hann fékk að fara út einn. Og hann skilaði sér inn aftur. Lúgunni var svo læst aftur um kvöldmat.

Í morgun var stigið stórt skref því ég opnaði lúguna hans og í dag er hann frjáls að fara inn og út eins og honum listir. Stóra spurningin er hvort hann muni nota frelsið til að stinga af einu sinni enn.

3 ummæli:

Eyrún sagði...

Hæ mamma, ég er komin heim núna, og ég sé hann hvergi! En það tekur hann samt venjulega 15min að koma til mín þegar ég kem heim, svo við skulum vona!
-ALLIR AÐ KROSSA FINGUR! :D
-Eyrún

abelinahulda sagði...

Æ aumingja kötturinn. Ég verð að viðurkenna að ég vorkenni honum reglulega mikið vesalings skepnan. Og ekki er ég nú mikill kattarvinur eins og allir vita, en það er ekki annað hægt.
Mér finnst skrýtið að Kattholt hafi ekki einhver úrræði til að kenna fólki að flytja með ketti, þetta hlýtur að vera afar erfitt fyrir blessaða skepnuna, erfitt að venjast nýju hverfi, þar sem aðrir kettir "eiga" svæðið og hann þarf að berjast fyrir tilveru sinni.
Jæja ég vona að hann sé farinn að átta sig. kv (m)amma

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Hann er enn heima. Þrátt fyrir frjálsar út og inn ferðir á daginn. Þorum ekki enn að hleypa honum út á nóttunni.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...