5. janúar 2011

Hjólafréttir - færð á stígum.


Það var heldur kalt í dag og færðin á stígnum við Sæbrautina þar sem hann liggur hvað næst sjónum var ekki góð. Í veðrinu í gær gusaðist sjór upp á stíginn og eftir sat slabb, klakahimna og steinvölur hér og þar. Slabbið var leiðinlegt yfirferðar og skrikaði hjólið helst til of mikið í því eins þar sem steinarnir voru var erfið yfirferð.
Ég sendi beiðni til Reykjavíkurborgar um að þetta væri hreinsað en fékk svör til baka að það væri ekki hægt fyrr en hitastigið færi upp fyrir frostmark. Því ákvað ég að hjóla aðra leið heim og mun ekki hjóla þessa leið meðan hún er í þessu ástandi.
Myndina tók ég á leiðinni heim í gær, en rokið vildi ekki leyfa mér að vera í friði og þess vegna er hún svona hreyfð.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...