19. júní 2011

Nokkrar hjólamyndir frá París









































Ég var í París í nokkra daga að sækja frumburðinn sem hefur verið þar við nám í vetur. Hjólamenningin heillaði og þess vegna voru nokkrar myndir teknar af hjólum. Þeir eru með hjól út um allt (þar sem við fórum um a.m.k.) sem hægt er að leigja og eru þau mikið notuð.


Vespur eru líka mikið notaðar og bílarnir voru næsum allir svokallaðir smábílar enda er ekki auðvelt að komast um á bíl í París þar sem götur eru almennt þröngar og lítið um laus stæði.

Þarna hjólar enginn á gangstéttum, enda ekkert pláss fyrir hjólandi þar. Ég sá eitthvað af hjólaakreinum en oftast eru engar sérstakar merkingar fyrir hjólin þau eru bara hluti af ökutækjunum á götunni. Mjög fáir nota reiðhjólahjálma en þó sást einn og einn.


Á fyrstu myndinni má sjá tóma hjólastanda fyrir almenningshjólin og á næst síðustu mynd eru sambærilegir hjólastandar fullir af umræddum hjólum.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...