18. júní 2013

Hjólað upp á Hólmsheiði.

Á laugardaginn síðasta fórum ég og foreldrar mínir í hjólatúr upp á Hólmsheiði.  Við mæltum okkur mót í Elliðaárdalnum og þar var pabbi ekki sáttur við þrýstinginn í dekkjunum hjá mér svo við bættum aðeins í.
Og svo var lagt af stað. Við fórum upp Elliðaárdalinn og svo í gegnum Seláshverfið og upp á Norðlingabraut. Fylgdum hverfinu þar eins langt og hægt var til að þurfa að fara upp á þjóðveg 1 eins seint og mögulegt væri.
Það var án efa leiðinlegasti kaflinn af ferðinni að öðru leiti er þessi hjólaleið bara nokkuð góð.
 
Hér er mynd af framkvæmdum vegna nýs fangelsis á Hólmsheiði.  Þeir eru að grafa fyrir lögnum og einhverskonar undirbúningsvinna.  Við tókum svo nokkrar myndir af okkur með vinnusvæðið í baksýn.
 




Nestið var snætt úti í móa og mikið var það nú bragðgott, eins og alltaf þegar maður er svangur.

Svo hjóluðum við aðeins áfram, ákváðum að skoða sveitina örlítið. Hittum á vinkonu mömmu og kíktum aðeins til hennar í bústað áður en við snérum sömu leið til baka.
En í Elliðaárdalnum á heimleiðinni sprakk illa á afturdekkinu hjá pabba.  Fyrst héldum við að hægt væri að bæta slönguna enda fundum við stærðarinnar gat á henni en þegar slangan var blásin upp til reynslu reyndist vera annað gat alveg upp við ventilinn.




Svo ég hringdi í eginmanninn sem kom og sótti mömmu og pabba (bara pláss fyrir 2 hjól á hjólafestinguna okkar) og svo sem stutt fyrir mig að hjóla heim.

 
Hér er svo teikning af leiðinni sem við fórum.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...