8. október 2013

Nagladekkin komin undir hjólið

Setti nagladekkin undir hjólið í gær eftir vinnu þar sem búið var að spá snjókomu í dag.

Og það stemmdi jörð alhvít í morgun þegar ég fór á fætur, meira að segja bara nokkuð mikill snjór (hátt í 10 cm mundi ég áætla).  Lagði snemma af stað þar sem ég gerði ráð fyrir að vera lengur að hjóla.  Hvergi búið að skafa snjóinn af stígunum.  Valdi að fara Suðurlandsbrautina þar sem hún er merkt "hreinsað fyrst" á fína kortinu sem Reykjavíkurborg tekur til hvar og í hvaða röð stígar eru hreinsaðir - væri betra ef hægt væri að treysta því.
En ég hef upplifað það verra og var komin 10 mín of snemma í vinnuna.  Þegar komið er nær miðbænum eru stígar upphitaðir og þar var engan snjó að sjá.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...