Var í 5 daga kórferðalagi í Lissabon núna í apríl. Þetta er ótrúleg borg, bæði falleg og ljór og í uppbyggingu. Mjög svo lifandi. Veðrið var fínt, líkt og góður sumardagur hér á Íslandi (kalt í skugga og á kvöldin en hlýtt í sólinni, kaldur vindur).
Borgin er mjög hæðótt, flestar brekkur í Reykjavík stuttar og flatar miðað við Lissabon. Fannst ég sjá álíka marga hjólandi þar og hér, þ.e. ekki mjög margir en alltaf einn og einn og stundum hópa. Þá annaðhvort túristar í skoðunarferð eða spandexklædda-æfingahópa (geri ég ráð fyrir). Í bröttu brekkunum sá ég hjólin aldrei fara upp og ég velti því fyrir mér hvort menn nýti sér einhver önnur samgögnutæki til aðkoma hjólunum upp.
Eitthvað er um hjólastíga en þeir sem ég sá voru yfirleitt stuttir og enduðu einhvernvegin hvergi og gangandi notuðu þá mikið, sá ekki marga hjóla á þeim (líklega út af öllum gangandi) en hjólastígarnir voru sléttir á meðan gangstéttar voru úr steinum sem voru oft ekki mjög sléttir. Menn almennt hjóluðu á götunum, en umferðin er frekar þung og göturnar almennt þröngar og ég er ekki viss um að ég mundi treysta mér til að hjóla á götunum þarna.
Tók svo sem ekki mikið af hjólamyndum en hér eru nokkrar þar sem sést í hjólastíga.
22. apríl 2015
14. apríl 2015
Snjórinn farinn og kemur vonandi ekk aftur.
Í gær og í dag var rigning. Spáin segir hita yfir frostmarki alla þessa viku. Kannski er vorið að ná yfirhöndinni. Er núna á sumarhjólinu og vona heitt og innilega að ég þurfi ekki á hinu hjólinu að halda aftur fyrr en næsta haust.
1. apríl 2015
Hjólað í mars 2015
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 248 km, þar af 196 km til og frá vinnu og 52 km annað.
Hjólaði 19 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu. Mars mánuður var ekki eins skemmtilegur veðurlega eins og ég hafði vonað. Eftir að hafa þraukað febrúar var ég viss um að mars yrði þægilegri. En 3x fékk ég far heim úr vinnu vegna leiðinda veðurs (2x með hjól og einu sinni var það skilið eftir í vinnunni). Það er þó orðið bjart á morgnana og hætti ég að nota ljósin á hjólinu í mánuðinum. Nokkrir dagar voru alveg frábærir og gat ég hjólað á sumarhjólinu í tvo daga sem var hrein dásemd.
Sá að meðaltali 4 á hjóli á dag til vinnu og 6 á heimleiðinni. Mest taldi ég 8 til vinnu og 15 á heimleiðinni (nokkrir sólríkir og fallegir dagar sem fólk að sjálfsögðu nýtir til að hjóla).
Meðalferðahraði í mánuðinum var 13,4 km/klst til vinnu og 12,4 km/klst heim. Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim, eins og í janúar.
Þessi mynd hér fyrir neðan sýnir hvernig ég stend í samanburði við aðra sem nota endomondo. Fljólega geri ég ráð fyrir því að fara niður fyrir meðaltalið, en er á meðan er.
Bætt við 7. apríl 2015:
Veit ekki afhverju tölurnar frá endomondo stemma ekki við tölurnar hjá mér, tel helst að mánuðurinn hjá þeim skarist eitthvað við dagana því ég er að nota tölur úr endomondo þegar ég skrái inn í excelskjalið mitt.
Hjólaði 19 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu. Mars mánuður var ekki eins skemmtilegur veðurlega eins og ég hafði vonað. Eftir að hafa þraukað febrúar var ég viss um að mars yrði þægilegri. En 3x fékk ég far heim úr vinnu vegna leiðinda veðurs (2x með hjól og einu sinni var það skilið eftir í vinnunni). Það er þó orðið bjart á morgnana og hætti ég að nota ljósin á hjólinu í mánuðinum. Nokkrir dagar voru alveg frábærir og gat ég hjólað á sumarhjólinu í tvo daga sem var hrein dásemd.
Sá að meðaltali 4 á hjóli á dag til vinnu og 6 á heimleiðinni. Mest taldi ég 8 til vinnu og 15 á heimleiðinni (nokkrir sólríkir og fallegir dagar sem fólk að sjálfsögðu nýtir til að hjóla).
Meðalferðahraði í mánuðinum var 13,4 km/klst til vinnu og 12,4 km/klst heim. Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim, eins og í janúar.
Þessi mynd hér fyrir neðan sýnir hvernig ég stend í samanburði við aðra sem nota endomondo. Fljólega geri ég ráð fyrir því að fara niður fyrir meðaltalið, en er á meðan er.
Bætt við 7. apríl 2015:
Veit ekki afhverju tölurnar frá endomondo stemma ekki við tölurnar hjá mér, tel helst að mánuðurinn hjá þeim skarist eitthvað við dagana því ég er að nota tölur úr endomondo þegar ég skrái inn í excelskjalið mitt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...