22. apríl 2015

Hjólreiðar í Lissabon - hugsað upphátt.

Var í 5 daga kórferðalagi í Lissabon núna í apríl.  Þetta er ótrúleg borg, bæði falleg og ljór og í uppbyggingu.  Mjög svo lifandi.  Veðrið var fínt, líkt og góður sumardagur hér á Íslandi (kalt í skugga og á kvöldin en hlýtt í sólinni, kaldur vindur).

Borgin er mjög hæðótt, flestar brekkur í Reykjavík stuttar og flatar miðað við Lissabon.  Fannst ég sjá álíka marga hjólandi þar og hér, þ.e. ekki mjög margir en alltaf einn og einn og stundum hópa.  Þá annaðhvort túristar í skoðunarferð eða spandexklædda-æfingahópa (geri ég ráð fyrir).  Í bröttu brekkunum sá ég hjólin aldrei fara upp og ég velti því fyrir mér hvort menn nýti sér einhver önnur samgögnutæki til aðkoma hjólunum upp.

Eitthvað er um hjólastíga en þeir sem ég sá voru yfirleitt stuttir og enduðu einhvernvegin hvergi og gangandi notuðu þá mikið, sá ekki marga hjóla á þeim (líklega út af öllum gangandi) en hjólastígarnir voru sléttir á meðan gangstéttar voru úr steinum sem voru oft ekki mjög sléttir.  Menn almennt hjóluðu á götunum, en umferðin er frekar þung og göturnar almennt þröngar og ég er ekki viss um að ég mundi treysta mér til að hjóla á götunum þarna.

Tók svo sem ekki mikið af hjólamyndum en hér eru nokkrar þar sem sést í hjólastíga.





Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...