4. desember 2015
Allt á kafi í snjó
Svona var umhorfs heima hjá mér í gær. Einhver mesti snjór í Reykjavík í mörg mörg ár. Fallegt er það, en samgöngur ganga hægar fyrir sig og moksturstæki eiga í vandræðum með að koma snjónum frá sér út af magninu.
Ég var í fríi þegar snjókoman hóftst (föstud. 27. nóv) og reyndar var ég líka í fríi á mánudag og þriðjudag þegar snjóinn kyngdi niður líka. Svo þegar ég fór af stað á hjólinu mínu á miðvikudagsmorgun var búið að hreinsa heilan helling, en þó var það svo að þann morguninn var ekki búið að hreinsa stíginn við Suðurlandsbraut eftir snjókomu næturinnar og ég tók þá ákvörðun að hjóla á götunni frá Grensásvegi og að Reykjavegi (var ekki ein um það) en það var samt sem áður ekki skemmtilegt.
Daginn eftir fór ég sömu leið og þá var búið að skafa snjóinn og þvílíkur munur.
Hérna er klippa úr endomondo forritinu yfir ferð mína í vinnu á miðvikudegi og fimmtudegi, sama leiðin á sama tíma dags. Var 7 mín lengur 2. des en 3. des (í raun er ég hissa að munurinn skuli ekki vera meiri).
En hreyfingin er góð og kosturinn við hjólið er að maður stígur af og teymir það ef færðin er of erfið til að hjóla í. Maður situr aldrei fastur eða spólandi í hálkunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli