Hjólaði samtals 3.014 km á árinu mest eru þetta ferðir
til og frá vinnu eða 2.187 km og 827 í aðrar ferðir. En ég hjólaði 204 af
251 vinnudögum ársins. Af þessum 47 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru
6 vegna ófærðar eða veðurs, 4 vegna veikinda og restin er svo orlof eða
annarskonar frí.
Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni) og samanburður milli ára. Línuritið er af meðaltalstölum.
Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni) og samanburður milli ára. Línuritið er af meðaltalstölum.
Hér sést hvernig vegalengdir skiptast milli mánuða:
Hér er svo meðaltal þeirra sem ég tel á hjóli á morgnana og samanburður
milli ára:
Neðsta línan er meðaltal af meðaltali hvers mánaðar. Í maí er átakið
"Hjólað í vinnuna" og það er mikil snilld og hefur greinilega
kvetjandi áhrif og kemur fólki á hjólin.
Nokkrar staðreyndir um ferðir mínar til vinnu:
Vegalengd. Yfirleitt hjóla ég leið sem er um 5.5 km (meðfram Sæbrautinni)
en í vetrarfærðinni fer ég styttri leið
sem er rétt tæpir 5 km og er hún um Álfheimana og svo Suðurlandsbraut, en þá
leið er oftast búið að snjóhreinsa þegar ég legg af stað (hafi snjóað altsvo).
Tími. Að meðaltali er ég um 20 mínútur að hjóla til vinnu. En
þann 22. apríl var ég 55 mín og 9 sek að komast til vinnu (mótvindur) og fljótust
var ég 13. apríl, 15 mín og 27 sek.
Hraði: Meðalhraðinn hjá mér á árinu 15,1 km/klst. Septemberl var
hraðasti mánuðurinn en þann mánuð var meðalhraðinn hjá mér 16,4 km/klst og
desember var hægastur með meðalhraða upp á 12,6 km.
Mér finnst rétt að það komi fram að ég lít á hjólið sem samgöngutæki (að
mestu) og er ekki að keppast við tímann eða að vinna að því að hjóla meira eða
hraðar. En ég hef gaman að því að bera
saman tölur og tölfræði og það er ástæðan fyrir því að ég skrái þetta allt hjá
mér og tek þetta svona saman.
Á næsta ári verður breyting
hjá mér þar sem vinnustaðurinn minn mun flytjast úr miðbænum og upp á
Hólmsheiði (líklegast um mitt næsta ár) og því er þetta líklega í síðasta
skiptið sem tölurnar hjá mér eru samanburðarhæfar milli ára
Engin ummæli:
Skrifa ummæli