Í mánuðinum hjólaði ég samtals 333 km, þar af 288 km til og frá vinnu og 45 km annað.
Sá að meðaltali 19 aðra á hjóli á leið minni til vinnu. Flesta sá ég 9. ágúst en þá sá ég 26 og fæsta 10. ágúst eða 8 en þann dag var mótvindur og mjög rigningarlegt.
Hjólaði 14 af 22 vinnudögum, tók 7 orlofsdaga og einn dag fékk ég far.
22. ágúst hætti ég að hjóla alla leið, þ.e. ég hjóla upp að Olís í Norðlingaholti og fæ far þaðan. Þetta geri ég af því að sólin er svo lágt á lofti og ég er hrædd um að hún blindi bílstjóra þannig að þeir sjái mig ekki í vegkantinum. Það er áhætta sem ég er ekki tilbúin að taka. Draumurinn er auðvitað að geta komist þetta á aðskildum stíg og þurfa ekki að hjóla meðfram þjóðvegi 1 og svo Nesjavallaleið í framhaldi, en það er fjarlægur draumur er ég hrædd um.
Hér er svo til gamans samantekt á heildar hreyfingu minni frá því ég hóf að nota endomondo.
Og til enn frekari skemmtunar set ég her fyrstu svona myndina sem ég setti inn á bloggið mitt. Það var í 1. apríl 2014 en ég hóf að nota endomondoið ári fyrr, eða í apríl 2013. Eins og sjá má þá hafa tölurnar aðeins breyst og örlítið bæst í vegalengdina umhverfis jörðina og til tunglsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli