Í mánuðinum hjólaði ég samtals 249 km, þar af 240 km til og frá vinnu og 9 km annað.
Sá að meðaltali 13 aðra á hjóli á leið minni til vinnu. Flesta sá ég 10. okt. en þá sá ég 22 og fæst 8 (þrjá daga mánðarins).
Hjólaði 15 af 21 vinnudegi, tók 3 orlofsdaga og 3 daga sleppti ég að hjóla vegna veðurs.
Það hefur verið vindasamt í október og miklar rigningar. Ég sé fyrir mér að verða að skilja hjólið eftir heima fleiri daga í vetur en áður þar sem ríkjandi mótvindur er á leiðinni sem ég fer, plús það að ég veit ekki hvernig stígarnir eru hreinsaðir af snjó og ég er hóflega bjartsýn á að það sé hreinsuð nema hluti af leiðinni sem ég fer. Svo enda ég í Norðlingaholti sem er nokkuð hátt uppi og að öllum líkindum snjóþyngra en nirði í 104 þar sem ég bý eða í 101 þar sem ég vann áður.
Viðbót:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli