1. júlí 2021

Hjólað í júní 2021

Hjólaði samtals 242 km í mánuðinum þar af 127 til og frá vinnu. Hjólaði 18 af 21 vinnudögum. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 13 á hjóli, 3 á hlaupahjóli og 11 gangandi.

Heildar talning í mánuðinum var: 241 á hjóli, 58 á hlaupahjóli og 192 gangandi.


Hitakortið mitt á Strava lítur svona út núna:



Í eitt skipti fór í ég hjólatúr um hverfið með það að markmiði að bæta línum á kortið. Mig langði út að hjóla, nennti ekki langt og þetta er útkoman:



Nokkrum sinnum hef ég sótt ömmustrákinn á leikskólann og oft notum við tækifærið og stoppum einhversstaðar á leiðinni til að gæða okkur á t.d. rúsínum eins og á þessari mynd og skoða líf, gróður og umhverfið almennt. Ómetanlegur tími sem við fáum þarna saman.



Svo prófaði ég glænýjan stíg í mánuðinum sem verið er að vinna við. Hann er í Grafarvoginum utanverðum. Það var búið að malbika allan stíginn þegar ég fór um hann en greinilega eftir að fínpússa og ganga frá. En flottur stígur og fallegt umhverfi. Léttir líka leiðina ef ætlunin er að fara í Skemmtigarðinn t.d. því maður losnar við töluverða brekku.














1 ummæli:

amelia jac sagði...

My buddy and I were just talking over this specific issue, jane is continually seeking to prove me incorrect! I am going to show her this particular blog post and additionally rub it in a little!
Keep this in mind: There is nothing really true with what I am saying.
I wanted to say Thank You for providing this information, youre doing a great job with the site if you get a chance would you help me make some changes to my site? Ill pay you for your help, you can find the link to my site in my name. Thank you!
I thought Id share a quote with you from U.G. Krishnamurti that pertains to your blog, please dont take offense. You assume that there is such a thing as truth, you assume that there is such a thing as reality (ultimate or otherwise) – it is that assumption that is creating the problem, the suffering for you.
That is just to make certain that your does not end up in the garbage can after a couple of days.
obst und gemüsereiniger

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...