8. desember 2021

Varð vitni að því í morgun þegar ekið var á hjólandi vegfaranda

Viðkomandi var rétt á undan mér að gatnamótum Skeiðarvogs og Sæbrautar. Ég er appelsínugula örin, sá sem ekið var á er græna örin og bíllinn er bláa örin. Græni var rétt á undan mér að götunni og ekki annað að sjá en að ökumaður bílsins væri að stoppa fyrir þeim græna og ég rétt á eftir velti fyrir mér hvort viðkomandi hleypi mér yfir líka þegar ökumaður tekur af stað og ekur á afturdekkið á hjólinu með þeim afleiðingum að hjólið dettur. Sem betur fer voru allir á lítilli ferð og ekki leit út fyrir að skemmdir eða meiðsli hafi átt sér stað. En slíkt kemur þó oft ekki í ljós fyrr en nokkru seinna.



En hvers vegna gerðist þetta? Það sem ég held að hafi gerst er að ökumaður bílsins hafi alls ekkert verið að stoppa fyrir okkur á hjólunum, heldur verið að fylgjast með hvort bíll væri að koma frá Kleppsmýrarvegi og í raun aldrei athugað hvort einhver væri að fara yfir götuna frá stígnum.

Þessar fráreinar sem hleypa ökumönnum framhjá ljósum eru stórhættulegar fyrir okkur sem ekki ferðumst í bíl. Borgin hefur verið að eyða þeim út (við litla hrifningu margra en við sem hjólum/göngum erum ánægð), en það er samt allt of mikið af þessu ennþá.

Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...