30. apríl 2022

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122 til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ég tvo orlofsdaga.

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 12 á hjóli, 3 á hlaupahjóli og 15 gangandi, sem er veruleg aukning frá síðasta mánuði..
Fjóldamet hjólandi í mánuðinum er 21 á en fæst sá ég 3.

Heildar talning í mánuðinum var: 173 á hjóli, 48 á hlaupahjóli og 226 gangandi.


Sumardekkin fóru undir hjólið 20. apríl, daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Ágætis sumargjöf fyrir sjálfamig.

Svona lítur hitakortið út það sem af er árinu:


Fór nokkrar ferðir á stóra-hjólinu, þar af 2 vinnuferðir sem voru mjög skemmtilegar. 



Hjólaði því samtals 32 km á því hjóli. Ein ferðin hafði þann tilgang að hjálpa litum ömmukút af taka smá lúr, og það tókst svona líka ljómandi vel.



1. apríl 2022

Hjólað í mars 2022

Hjólaði samtals 207 km í mánuðinum þar af 163 til og frá vinnu. Hjólaði 20 af 23 vinnudögum mánaðarins. Einn dag var veðurspáin það leiðinlega að ég ákvað að labba frekar og svo sprakk á afturdekkinu og það tók 2 daga að fá það lagað. Fékk nýtt afturdekk því skv. verkstæðinu voru naglarnir farnir að stingast inn í dekkið og það sprengdi slönguna.

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 5 á hjóli, 1 á hlaupahjóli og 11 gangandi.
Fjóldamet hjólandi í mánuðinum er 10 á en fæst sá ég 1.

Heildar talning í mánuðinum var: 100 á hjóli, 12 á hlaupahjóli og 215 gangandi.

Nú er allur snjór farinn og færðin orðin töluvert léttari.

1. mars var ég rúmar 30 mínútur á leið til vinnu. Meðalhraðinn 8,7 km/klst. Þetta var ansi slæmur dagur og færðin mjög leiðinleg.


31. mars var ég rétt rúmar 15 mín. Meðalhraðinn 17,5 km klst.



Fór tvær ferðir á stóra-hjólinu. Fyrstu ferðirnar á þessu ári. Það er alveg jafn gaman að hjóla í því í ár og á síðasta ári. Seinni ferðin var farin til að sækja ömmubarn á leikskólann og það var ennþá skemmtilegra að hjóla með farþegann.



Svona lítur hitakortið út það sem af er þessu ári:


Svo er hér mynd sem mér þykir vænt um. Hún var tekin þegar ég var á leiðinni heim úr vinnuni nú í mars




Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...