Hjólaði samtals 374 km í mánuðinum þar af 196 til og frá vinnu. Hjólaði alla vinnudaga mánaðarins til vinnu. Aðeins 2 daga þessar mánaðar fór ég ekkert á hjólið.
Hjólaði 113 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 260 á venjulega hjólinu.
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 18 á hjóli, 5 á hlaupahjóli/rafskútu og 17 gangandi, sem er aukning frá síðasta mánuði. En ég skal viðurkenna ekki eins mikil aukning og ég átti von á. Átakið Hjólað í vinnuna hófst 4. maí og stóð til 24. maí. Venjulega er veruleg aukning þegar það átak hefst. En í ár vorum við svo óheppin að það kólnaði verulega í upphafi átaks. Ég var farin að óttast hálkubletti þegar hitinn fór niður í frostmark yfir nóttina. En fann þó sem betur fer ekki fyrir hálku.
Fjóldamet hjólandi í mánuðinum er 35 á en fæst sá ég 9.
Heildar talning í mánuðinum var: 388 á hjóli, 95 á hlaupahjóli og 348 gangandi.
Það hafa nokkrar línur bæst við hitakortið mitt á Strava í mánuðinum. Þetta er það sem ég hef hjólað það sem af er þessu ári
Engin ummæli:
Skrifa ummæli