Hjólaði samtals 257 km í mánuðinum þar af 99 til og frá vinnu.
Hjólaði 80 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 177 á venjulega hjólinu. Hef leikið mér að því að reikna út hvað hver km hjólaður á rafhjólinu kosti miðað við hvað hjólið kostaði í upphafi. í upphafi þessa árs var hver hjólaður km á kr. 3.333 en er núna kominn niður í 991 kr. (hjólið var keypt í ágúst á síðasta ári).
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 20 á hjóli, 5 á hlaupahjóli/rafskútu og 14 gangandi,
Svo eru hér nokkrar myndir teknar á hjólarúntum í mánuðinum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli