Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 129 til og frá vinnu. Hjólaði 17 af 21 vinnudögum til vinnu, en ég tók mér 2 daga í orlof og náði mér svo í veikindi líka. Í mánuðinum voru 8 daga þar sem ég hjólaði ekki neitt.
Hjólaði 52 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 180 á venjulega hjólinu.
Hef leikið mér að því að reikna út hvað hver km hjólaður á rafhjólinu kosti miðað við hvað hjólið kostaði í upphafi. í upphafi þessa árs var hver hjólaður km á kr. 3.333 en er núna kominn niður í 621 kr. (hjólið var keypt í ágúst árið 2021).
Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 7 á hjóli, 1 á hlaupahjóli/rafskútu og 8 gangandi.
Desember hefur verið mjög kaldur (sá kaldasti síðan mælingar hófust) og um miðjann mánuðinn kom snjórinn og það í nokkru magni svo samgöngur trufluðust. Það var lán í óláni hjá mér að ég veiktist einmitt þegar snjórinn kom svo ég hjólaði ekki þá daga sem mesta ófærðin var.
Hjólaði í tvö jólaboð. Annað í Grafarvogi og hinn rétt við Korpúlfsstaði (úr Laugardalnum). Kom mér á óvart hversu vel snjórinn var hreinsaður þá daga. Þurfti bara á einum stað að draga hjólið í gegnum skafl þar sem tengistígur var ekki hreinsaður.
Hér eru svo nokkrar myndir teknar núna í desember.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli