2. júní 2023

Hjólað í maí 2023 - 300km

Hjólaði samtals 300 km í mánuðinum þar af 132 til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins til vinnu, var 5 daga í orlofi. 

Hjólaði 90 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 210 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 16 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 14 gangandi. Tölurnar taka að venju stökk í maí þegar átakið Hjólað í vinnuna hefst, en í ár stóð það yfir tímabilið 3.-23. maí.

Mest sá ég 25 hjólandi en minnst 5.

Myndir mánaðarins:

Hjólaði út að álverinu í Straumsvík, sjá skrif um það hér

Hjólað með ömmustrák

Nokkrar hversdagsmyndir. Gróður orðinn svo grænn og fagur




Farartækin eru orðin allskonar, sjáið þríhjólið. Virtist virka þannig að þú hjólar af stað (pedalarnir virkuðu frekar stuttir og snérust hratt) og svo rennur það ótrúlega vel og langt áður en pedölum er snúið aftur.

Hjá Hjálpræðishernum; hér þarf eitthvað að gera svo bílum sé ekki lagt á hjólastíginn. Það er greinilega oft líf og fjör hjá þeim og margt um manninn sem er fínt, en það er ekki eins fínt að bílar leggi á stíginn.

Fór í göngutúr í Elliðaárdalnum með fjölskyldunni, en fann ekki stæði fyrir hjólið svo því var læst við staur.

Ekki bara ég sem mætti á hjóli.

Keðjuhvörf. Átak á vegum Reiðhjólabænda til að vekja athygi á öryggi hjólandi og hjólaþjófnaði. Stöð 2 var á staðnum og flutti þessa frétt (smella hér), og svo er bara mynd af mér að mæta á staðinn, tók þann videóbút og setti hér neðst. Mæting var góð og gaman að taka þátt í þessu. 



Orðið langt síðan ég setti inn hitakort frá Strava. Þetta er það sem ég hef hjólað það sem af er þessu ári.

Og að lokum er hér smá tölfræði. Meðaltal hjólandi sem ég tel á morgnana á leið til vinnu, nokkur ár borin saman. Gaman að sjá hvað hjólandi hefur fjölgað í jan, feb og mars.



Engin ummæli:

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...