5. ágúst 2023

Hjólað í júlí 2023 - 183 km

Hjólaði samtals 183 km í mánuðinum þar af 83 til og frá vinnu. Hjólaði 11 af 21 vinnudegi mánaðarins til vinnu, var 10 daga í orlofi. 

Hjólaði 73 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 110 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 12 á hjóli, 3 á hlaupahjóli/rafskútu og 13 gangandi.

Mest sá ég 16 hjólandi en minnst 7.


Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Sumarveðrið kom í júlí og þá var tilvalið að draga þennan fák fram. Elías gat sagað af skrúfu í brettinu sem var of löng og snerti dekkið og því fylgdi leiðinda hljóð og skemmdi dekkið. Þetta er  þriggja gíra Kalkhoff hjól sem ég keypti í einhverju bríeríi. Sá það til sölu á lítinn pening og fannst það svo sætt að ég keypti það bara.


Hjólaði að Úlfarsfelli og rölti með Hrund og Elmari. Hann kom svo með mér heim í hjólinu.


Þarna áttum við saman ævintýradag. Fyrst hjólað heim til mín og síðan farið í strætó niður í bæ.


Alveg að verða of stór í sætið hjá pabba, en sleppur þó til.


Aftur Úlfarsfell

Þessi stígur hefur verið lokaður lengi, en það mætti alveg taka niður þessar hindranir því hann er orðinn vel fær:



Engin ummæli:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...