16. apríl 2014

Páskahret


Fór heim á hádegi á föstudag með pest.  Mætti í vinnuna í gær (þriðjudag) en treysti mér ekki til að hjóla þar sem ég var ekki komin með fullan kraft aftur, en vonaðist til að geta hjólaði í dag.  En því miður, enn einn dagurinn sem ég stíg ekki á hjólið og það er leiðinlegt.  Ekki síst vegna þess að mig langar að ná 100% hjóli á virkum dögum til og frá vinnu.  Þeim áfanga náði ég í febrúar en núna í apríl er staðan í 50%, en það eru 6 virkir dagar eftir að mánuðinum svo ég gæti náð þessu upp í rúm 80% ef ég hjóla þá alla.  Það er eitthvað til að stefna að.

En að veðrinu, það sem sagt fór að snjóa í gærdag eftir ágætis vorveður.  Spáð rigningu eða slyddu næstu daga og einhver blástur.

7. apríl 2014

Tjaldurinn mættur.

Á leið í vinnu í
morgun, stóðst ekki mátið að smella af þeim mynd.

Vorboði, ég er þó enn á nagladekkjunum og stefni á að taka þau ekki undan hjólinu fyrr en eftir páksa.

4. apríl 2014

Útilistaverk. Veggjaskraut við Sæbraut.

Framhjá þessum vegg hjóla ég næstum á hverjum degi og hef oft hugsað hversu tilvalinn hann væri til myndskreytinga.  Menn hafa svo sem verið duglegir að spreyja tákn og annað á hann en ná ekki upp nema í takmarkaða hæð og það hefur virkar oft meira eins og krass.  Þess vegna gladdist ég að sjá þessar myndir sem komnar eru núna.
  



1. apríl 2014

Hjólað í mars

Hjólaði samtals 278 km í mánuðinum, þar af 212,7 km til og frá vinnu og 65,3 km í annað.  
Hjólaði 19 af 21 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu (einn veikindadagur og spurngið afturdekk einn morguninn).
Sá að meðaltali 7 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 14 til vinnu og 17 á heimleiðinni.  Einn daginn sá ég engan annan á hjóli, það var 26. mars en þá hafði verið spáð leiðinda veðri, það er samt mjög óvenjulegt að sjá engan.  Á heimleiðinni þann sama dag sá ég einn annan á hjóli.

Nú er orðið albjart á morgnana og ekki þörf á að kveikja ljósin á hjólinu.  Fyrri part mánaðarins ríkti vetur en nú er eins og vorið sé komið og að sjálfsögðu heldur maður í þá von.  Þó er ég enn á nagladekkjunum og mun ekki taka þau undan fyrr en í lok mánaðarins þar sem ég vil ekki taka áhættuna á því að komast ekki til vinnu á hjólinu ef veðrið versnar.

Er nýlega búin að uppgötva þessa mynd inni í endomondo.com (forritið sem heldur utan um hreyfinguna hjá mér).
Þarna stendur að frá því ég hóf að skrá hjólaferðirnar mína hjá þeim (18. apríl 2014) þá hef ég brennt sem samsvarar 223 hamborgurum og hef hjólað 0,076 af leiðnni hringin í kringum hnöttinn og 0,008 af leiðinni til tunglsins.  Að meðal hraðinn hjá mér á hjólinu er 14 km/klst og ég hef samtals hjólað í 8 daga, 23 klst og 30 mín.  Allt tilgangslausar staðreyndir en samt svo gaman að vita.

Viðbót 7.4.2014
Var að fá póst frá endomondo með upplýsingum um hreyfingu í mars.  Þarna inni er mjög stuttur göngutúr sem ég fór í og útskýrir ósamræmi milli talna.

25. mars 2014

Munur á mótvindi og meðvindi 11 mín.



Í gær var ég rétt tæpar 29 mínútur að hjóla heim.  Þá var mótvindur og rigning.

Í dag fór ég sömu leið heim og var rétt um 17 og 1/2 mín á leiðinni lítill vindur og með mér, engin rigning.  Það munar um vindinn get ég sagt ykkur.

13. mars 2014

Carmina Burana eftir Carl Orff

Er að fara að flytja þetta verk um helgina.  Hérna er skemmtileg uppfærsla á því sett í leikrænan búning.  Frábært verk sem fjallar um nautnir, ástir, náttúruna, drykkju og át og fleira.  Okkar uppsetning er minni í sniðum varðandi hljóðfæri en hljómsveitin samanstendur af tveimur flyglum og slagverki allskonar.  Í dag æfum við í fyrst skipti með hljómsveit og einsöngvurum, hlakka til.

8. mars 2014

Fékk töluvpóst frá endomondo.  Inni í þessu er smávægilegt labbi/skokk.
Gaman að þessu.

6. mars 2014

Það snjóar

Svona leit hjólið út (komið inn í skúr) eftir að hjóla heim, reyndar er ég búin að banka svolítið af snjónum af.  En mesti snjórinn var þó hér heima við húsið því búið er að hreinsa stígana og göturnar sem ég ferðast eftir.

1. mars 2014

Hjólað í febrúar 2014

Hjólaði samtals 262 km í mánuðinum, þar af 216 km til og frá vinnu og 46 km í annað.  Hjólaði alla 20 vinnudagana í mánuðinum til og frá vinnu.
Sá að meðaltali 6 á hjóli á dag til vinnu og 8 á heimleið. Mest taldi ég 8 til vinnu og 24 á heimleiðinni, nei ég er ekki að misrita.  Einn daginn er nefninlega hjólahópur af ferðamönnum á sömu leið og ég á sama tíma, ef ég tel þau ekki með þá sá ég mest 16 og fæst voru það 1 til vinnu og 2 á leiðinni heim.

24. febrúar 2014

Morgunskíman

Á föstudaginn sá ég rétt móta fyrir fjöllunum þegar ég hjólaði í vinnuna.  Núna (mánudagsmorgun) sést birta á himni þar sem fjöllin eru lægst.  Þetta er allt að koma.

22. febrúar 2014

Gaman að hjóla.

Það er svo mikill munur að hjóla þessa dagana eftir að klakinn og ójafnan er farin af leiðinni sem ég hjóla.  Svo er líka ennþá bjart þegar ég hjóla heim eftir vinnu og óðum styttist í að það verði bjart líka á morgnana.  Sá móta fyrir fjöllunum í gærmorgun og það lofa góðu.

Hlakka til að taka nagladekkin undan hjólinu en það geri ég venjulega í apríl/maí ef ég man rétt.

19. febrúar 2014

Óhapp

Féll af hjólinu í gær á leiðinni heim úr vinnu.  Þetta var eins kjánalegt og það getur verið held ég.  Beið á ljósum eftir að fá grænt.  Um leið og það gerist spyrni ég af stað en á sama tíma rek ég endann á stýrinu í staur sem er við hliðina á mér með þeim afleiðingum að stýrið snýst og ég næ ekki áttum og enda í götunni.
Þetta var þó ekki alvarlegra en svo að stuttu seinna stíg ég aftur upp a hjólið og hjóla heim. En mér tókst ekki að bera fyrir mig hendurnar svo ég skrapaði götuna með andlitinu og hlaut af sár á höku og spungna vör.  Annað glerið í gleraugunum mínum rispaðist líka hressliega.  Tveir vegfarendur (annar gangandi hinn á hjóli) litu til með mér hvort allt væri ekki í lagi sem var fallega gert af þeim.

Ef þú lesandi góður skyldir lenda í einhverju svipuðu þá hef ég eftirfarandi heilræði.  Ekki æða af stað burt af staðnum, gefðu þér tíma til að ná áttum og athuga hvort þú sjálf(ur) sért í heilu lagi og hvort hjólið sé í lagi.  Fyrstu viðbrögð hjá manni er flótti (allavega hjá mér) að vilja komast sem allra fyrst í burtu en það borgar sig að taka því rólega.

10. febrúar 2014

Mig langar í þetta hjól.

Reiðhjólaverzlunin Berlín er að selja svo einstaklega fallegar hjólavörur.  Og fyrir stuttu fengu þau inn ný hjól og ég hef fundið draumahjólið mitt.  Hafið þið séð aðra eins fegurð?


1. febrúar 2014

Janúar 2014 - hjólasamantekt.

Hjólaði samtals 254,5 km í mánuðinum allt til og frá vinnu þar af 230,5 km til og frá vinnu og 24 km í annað.  Hjólaði 21 af 22 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu, sleppti einum vegna jarðarfarar (þ.e. ég hjólaði ekki heim eftir vinnu og ekki í vinnuna morgunin eftir).
Sá að meðaltali 7 á hjóli á dag bæði til og frá vinnu. Mest taldi ég 14 til vinnu og 12 á heimleiðinni og fæst voru það 2 til vinnu og 1 á leiðinni heim.


Klaki var yfir öllu mestan hluta mánaðarins.  Seinni partinn var hann þó farin að láta undan og stígar orðnir að mestu auðir og þá snjóaði aftur.  En sá snjór virðist ekki ætla að stoppa lengi við.

24. janúar 2014

Brýrnar á Geirsnefi

Hjólaði loksins yfir brýrnar á Geirsnefi.  Átti leið upp á Bíldshöfða eftir vinnu og tók smá útúrdúr til að fara yfir brýrnar.
Og af því þetta er stórviðburður í mínu lífi þá vildi ég taka mynd...
En þessi var augljóslega ekki nógu góð svo ég ákvað að taka aðra og reyna nú að brosa smá...
ó nei þessi er hræðilega líka, prófa enn einu sinni...

He he... þessi fyrsta var nú ekki svo slæm eftir allt saman.

7. janúar 2014

Jibbí! Hjólateljarinn er aftur farin að telja hjól.


Viðbót:
Gleðilegt að sjá þessa tölfræði frá í gær:


Og álíka sorglegt að sjá tölfræðina frá tímabilinu þar sem mælirinn var óvirkur:

3. janúar 2014

Enn um hjólateljaran við Suðurlandsbraut

Hann hefur ekki talið eitt einasta hjól síðan um áramótin enda er enn klakabrynja yfir stígum. Sendi athugasemd til Reykjavíkurborgar í gegnum "Borgarlandið - fyrir þínar ábendingar".  Vona að brugðist verði vel við ábendingunni og klakinn hreinsaður af stígnum þó ekki sé nema bara á þessum bletti sem sér um að skynja hjólin.

1. janúar 2014

Hjólaárið 2013

Hjólaði samtals 3.114 km á árinu (smá skottúrar ekki taldir með) mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.348 km og 766 í aðrar ferðir.  En ég hjólaði 213 af 249 vinnudögum ársins.  Af þessum 36 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 4 vegna ófærðar, 4 vegna veikinda og restin er svo orlof eða annarskonar frí.

Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni).


Og svona dreifast hjólaðir kílómetrar á mánuðina.

Og að lokum er ég með hér samanburð á talningu á hjólandi fólki milli ára: (þetta er sem sagt meðaltal talninga á vinnudag í viðkomandi mánuði)

Desember 2013

Hjólaði samtals 174 km í mánuðinum allt til og frá vinnu.  Hjólaði 16 af 20 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu, sleppti fjórum dögum vegna orlofs og hátíðanna.
Sá að meðaltali 5 á hjóli á dag til vinnu og 4 frá vinnu. Mest taldi ég 12 til vinnu og 9 á heimleiðinni og fæst voru það 1 til vinnu og tvisvar sá ég engan á leiðinni heim.


Snjór var í borginni allan mánuðinn, einn morguninn var ekki búið að skafa og var ég þá 42 mín til vinnu, annars var meðal ferðatíminn í desember 26 mín.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...