Hjólaði samtals 278 km í mánuðinum, þar af 212,7 km til og frá vinnu og 65,3 km í annað.
Hjólaði 19 af 21 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu (einn veikindadagur og spurngið afturdekk einn morguninn).
Sá að meðaltali 7 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 14 til vinnu og 17 á heimleiðinni. Einn daginn sá ég engan annan á hjóli, það var 26. mars en þá hafði verið spáð leiðinda veðri, það er samt mjög óvenjulegt að sjá engan. Á heimleiðinni þann sama dag sá ég einn annan á hjóli.
Nú er orðið albjart á morgnana og ekki þörf á að kveikja ljósin á hjólinu. Fyrri part mánaðarins ríkti vetur en nú er eins og vorið sé komið og að sjálfsögðu heldur maður í þá von. Þó er ég enn á nagladekkjunum og mun ekki taka þau undan fyrr en í lok mánaðarins þar sem ég vil ekki taka áhættuna á því að komast ekki til vinnu á hjólinu ef veðrið versnar.
Er nýlega búin að uppgötva þessa mynd inni í endomondo.com (forritið sem heldur utan um hreyfinguna hjá mér).
Þarna stendur að frá því ég hóf að skrá hjólaferðirnar mína hjá þeim (18. apríl 2014) þá hef ég brennt sem samsvarar 223 hamborgurum og hef hjólað 0,076 af leiðnni hringin í kringum hnöttinn og 0,008 af leiðinni til tunglsins. Að meðal hraðinn hjá mér á hjólinu er 14 km/klst og ég hef samtals hjólað í 8 daga, 23 klst og 30 mín. Allt tilgangslausar staðreyndir en samt svo gaman að vita.
Viðbót 7.4.2014
Var að fá póst frá endomondo með upplýsingum um hreyfingu í mars. Þarna inni er mjög stuttur göngutúr sem ég fór í og útskýrir ósamræmi milli talna.
1. apríl 2014
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli