15. febrúar 2006
Frönsk og íslensk kórtónlist í Hallgrímskirkju
Næstkomandi sunnudag kl 17.00 munu kammerkórarnir Hljómeyki og Kór Áskirkju halda saman tónleika í Hallgrímskirkju á vegum listvinafélags kirkjunnar. Á efnisskrá verður frönsk og íslensk kórtónlist eftir Claude Debussy, Francis Poulenc, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Þar á meðal verður eitt kröfumesta kórverk síðustu aldar, Messa í G-dúr eftir Poulenc og er þetta í fyrsta sinn sem verkið er flutt hér á landi.
Hljómeyki er fyrir löngu orðinn einn af þekktustu kammerkórum landsins. Hann var stofnaður árið 1974 og hefur frumflutt fjölmörg íslensk tónverk á Sumartónleikum í Skálholti síðastliðin 20 ár. Kórinn hefur þar að auki gefið út 4 geislaplötur með verkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur og Jón Nordal og mun á næstunni gefa út geisladisk með tónlist Hildigunnar Rúnarsdóttur.
Þrátt fyrir að vera stofnaður mun síðar eða árið 2001, hefur Kór Áskirkju einnig vakið töluverða athygli á undanförnum árum fyrir forkunnarfagran söng. Árið 2004 var geisladiskur kórsins, Það er óskaland íslenskt, tilnefndur til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokki klassískrar tónlistar.
Stjórnandi kóranna á tónleikunum verður Kári Þormar organisti Áskirkju og stjórnandi Kórs Áskirkju. Aðgangseyrir er 2000 krónur en 1500 krónur fyrir aldraða og öryrkja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Þetta er metnaðarfullt og verður eflaust glæsilegt áheyrnar. Ég sjálfur verð við störf á öðrum söngvetvangi og mun hlíða á kynþokkafullasta karl landsins ásamt hinni kliðfögru Sesseliu (eins og Ríkharður Örn Pálsson komst að orði í gagnrýni sinni).
Skrifa ummæli