6. mars 2006

Strætó enn og aftur.

Ég var að enda við að senda kvörtunarbréf til Strætó. Þeir voru enn og aftur að breyta leiðarkerfinu og tóku við það í burtu eina kostinn við nýja kerfið fyrir mig.
Það sem breyttist var að leið S2 fer ekki lengur framhjá mínu hverfi og er þá í einni svipann bæði búið að taka frá mér vagninn sem fer á 10 mín fresti og líka tengingu við Kringlu og Smáralind, svo ekki sé minnst á Kópavogsbrautina mína 4 kæru.
Ég er svo pirruð og sár og svekkt og hissa að ég skuli ekki hafa tekið eftir því að þessar breytingar voru í vændum. Ég vissi að það ætti að fara að breyta kerfinu en taldi mig hafa lesið yfir og skoðað væntanlegar breytingar en samt fór þessi alveg fram hjá mér.

uss fuss puss

"ég er svo reiður, ég er svooo óskaplega reiður... " sagði annaðhvort Karius eða Baktus og nú líður mér þannig líka.

Og svo fékk ég svar frá Strætó sem er eftirfarandi (og ekki til þess fallið að gera mig kátari á nokkurn hátt):
Sæl Bjarney,

Frá því að nýtt leiðakerfi Strætó var tekið í gagnið í júlí á síðastliðnu ári hefur Strætó bs safnað saman athugasemdum, ábendingum og skoðunum farþega, bílstjóra og annarra sem hafa haft skoðun á málefnum Strætó bs. Í gær voru framkvæmdar breytingar á leiðakarfinu sem er ætlað að koma til móts við megnið af þessum athugasemdum og ábendingum og er því um margvíslega þjónustubót að ræða. Leiðakerfi almenningssamgangna verður alltaf málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða. Það er von okkar að sem flestir finni ásættanlegar lausnir fyrir sig í þessu breytta leiðakerfi.

Með kveðju frá Strætó bs.

Ég segi nú bara það sama og áðan uss puss fuss

6 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Ja ekki vissi ég af breytingunum hjá þeim blessuðum, vonandi að leið 12 haldi áframa að fara hér um hverfið mitt...

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Nei kæri bróðir nú hef ég þig gunaðan um að gantast að mér. Allir vita að leið 12 kemur ekki nálægt þínum hluta Kópavogsins

Refsarinn sagði...

ARNAR! þetta er ekki eitthvað sem maður grínast með!

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Úbbs ég ruglaði saman bræðrum, þið eruð svo líkir greyin mín :S

ingamaja sagði...

ææ greyið mitt :(
sem betur fer er nú hjólatíminn að byrja svo þú getur bara í staðinn hjólað á þá!!!
ha ha ha ha :D :D

oj kvikindi er ég

Bjarney Halldórsdóttir sagði...

Ha ha ha ha ha...

Já, þeir skulu sko bara vara sig!

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...