Eftir því sem ég verð eldri er erfiðara með að meta aldur fólks. Mér finnst fólk sem er eldra en ég (þá á ég við a.m.k. 10 árum eldri) allltaf verða unglegra og unglegra og þeir sem eru yngir krakkalegri og krakkalegri. En er það er aldurshópurinn plús/mínus 10 ár við minn aldur sem er svo flókinn. Ég er alltaf að reka mig á það að álíta þennan eða hinn vera "miklu eldri en ég" en svo þegar til kemur er sá eða sú jafnaldir eða jafnvel yngri. Eða sem getur verið enn pínlegra þegar maður kastar því fram "þú ert á mínum aldri" og viðkomandi er 5-10 árum yngri.
Í barnaskóla var þetta einfaldara. Þá var auðvelt að greina 1. bekking frá 2. bekkingi eða krakka úr 5 bekk. Og allir sem lokið höfðu barnaskólanum voru gamlir. Punktur og basta!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
3 ummæli:
Ætti að halda bekkjakrefinu áfram út lífið þetta er nefnilega alveg að fara með mig líka. Magna hvað mikið af yngra fólki lítur ellilega út.
ég kannast við þetta vandamál, er ekki hægt að setja í lög að fólk beri bara aldursnúmer? þið vitið.. svipað og bílarnir :D málið leyst
Sammála ykkur að ofan og Bjarneyju líka : ), ég er einmitt að vinna í augnablikinu með dreng sem ég hélt að væri á aldur við mig, kannski aðeins yngri (smiður), nei nei minn er fæddur 1988...ótrúlegt!!
Skrifa ummæli