27. apríl 2007

Er ekki kominn tími á hjólafréttir?


Mætti ekki nema 3 hjólurum á leið minni í vinnuna í morgun og allir í mínu eigin hverfi. Frekar öfugsnúið því venjulega eru flestir niðri í miðbæ. En svona er lífið stundum á hvolfi.


Tókst í gær að leysa úr vanda sem hefur plagaði mig lengi. Þannig er að hnakkurinn á hjólinu mínu seig alltaf niður og stoppaði svo í ákveðinni hæð c.a. 5 cm neðar er æskilegt var. Í þessari lágu stöðu var hann pikkfastur, en í bestu stöðu var hægt að snúa honum í hringi og allt.


Svo í gær þegar ég pantaði tíma fyrir hjólið í uppherslu og almennt tékk (fékk tíma eftir 2 viikur, þetta er bara eins og að panta læknatíma) og sagði frá þessum vanda mínum var strákurinn sem ég talaði við ekki að skilja þetta, en minntist eitthvað á að herða á...


U.þ.b. hálftíma síðar kveiknaði ljós (maður á auðvitað ekki að segja frá þessu en mitt heilabú er bara ekki fljótvirkara en þetta). Þannig að þegar ég kom heim var verkfærakistan tekin fram og fundinn sexkantur í viðeigandi stærð og hnakkurinn festur í bestu stöðu. Tók ekki nema 5 mín. Af hverju í ósköpunum hafði mér ekki dottið þetta í hug? Búin að vera að bölsóta þessu í hverri einustu hjólaferð.


Þá er bara eftir að leysa vandann með bleytuna í hnakknum sjálfum. Það er nefninlega saumur aftan á honum sem hleypir regnvatni bæði inn og út. Hingað til hefur það verið leyst með plastpoka (eftir fyrsta rassbleytudag í vinnunni) en það er bara svo ljótt. Ef einhver veit um einfalt og gott ráð við þessu endilega látið mig vita.

3 ummæli:

Refsarinn sagði...

Plastpokinn skal notas þegar ekki er hjólað þannig helst hnakkurinn þurr.

Nafnlaus sagði...

ég ætlaði einmitt að koma með sömu comment!

BbulgroZ sagði...

nákvæmlega sama og ég ætlaði að segja!!! En sexkantur og skiptilykill er bestivinur hjólreiðamannsins, svo ekki sé minnst á dropa af smurolíu og jú auðvitað límið og hjólabæturnar og þá þarf maður jú skrúfjárn tilað losa dekkið frá gjörðinni og bala fullan af volguvatni og þá er líka gott að hafa pumpu við hendina : )

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...