24. apríl 2007

Ný regla í tungumálinu.

Legg til að ný regla verði sett í íslenskufræðin. Hún er sú að nöfn fyrirtækja séu undanskilin beygingum í tali og skrifi manna.

Til eru fyrirtæki eins og Spölur ehf og það er bara ekkert einfalt mál að beygja þetta nafn. Það er eitthvað afkárlegt við beygja fyrirtækjanöfn. Þó nöfnin beygist eðiliega. T.d. Margt smátt ehf. Ég var að tala við þennan eða hinn frá Mörgu smáu... það passar eitthvað svo illa.

Samkvæmt nýju reglunni þá verður þetta svona: "Ég var að tala við þennan eða hinn frá Margt smátt... "

Stundum þegar hlustað er á fréttir (eða aðra sem tala "rétt") áttar maður sig ekki strax á því hvaða fyrirtæki verið er að tala um þegar búið er að snúa nafninu eftir kúnstarinnarreglum tungunnar og afbjaga þannig nöfn þeirra.

Og hana nú. Að lokum legg ég til að ibbsilonið verðu tekið úr málinu líka til að létta mér lífið.

Kv. Bjarnei

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú er ég svo aldeilis ósammála þér. Tilhneigingin í þessum málum virðist vera að gera tungumálið svo einfalt og gelt að enginn þurfi að hugsa lengur þegar hann talar. Þar liggur helsti vandi mannkynsins í dag. Hlustaðu bara á pólítíkusana núna fyrir kosningar.
Nei, höfum gaman af nafngiftunum hjá þeim í Mörgu smáu eða Speli.

Smútn sagði...

Altsooo... Franey Franey!
Hvað á þetta að þýða stelpa mín? Ertu búinn að gleyma hvur þú ert?

Refsarinn sagði...

Það eru mörg ár síðan fólk hætti að hugsa áður en það talaði. Ég hed að það gæti bætt vitræna umræðu að einfalda málið svolítið. fólk færi þá kannski að sjá hversu arfa vitlaust það er að vera með ríkisrekna bændur og flugvöll í vatnsmýrinni.

BbulgroZ sagði...

Ósammála Bjarney, það fer sérskalega mikið í mig (dálítill Gúndýar-ismi reyndar) að heyra svona nöfn ekki beygð og þá líka nöfn á net síðum, td. þegar sagt er "ég sá þetta inn á vísir.is" , mér þætti rétt að segja "vísi.is." En líklaga er Iggdrasill besta dæmið um að ekki eigi að beygja fyrirtækjanöfn. Þegar maður segir, ég keypti þetta í Iggdrasli. Þessi drasl-ending er eitthvað svo fáránleg.

BbulgroZ sagði...

En auðvitað meiga helvs.. ufslilonin fara til andskotans, þá hætta ménn líka að rífast um hvort segja skal pylsa eða pulsa : )

Refsarinn sagði...

Um pulsurnar er óþarfi að rífast það eru bara sveita menn sem skrifa pulsa með ubseloni

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...