Mætti í vinnuna í gær eftir 2 og 1/2 vikna frí. Svo sem allt við það sama. Nema hvað að í eitt hræðilegt augnablik mundi ég ekki lykilorðið í tölvuna hjá mér.
Og hvað er maður án aðgangs að tölvunni?
Svo til öll vinnan fer fram í tölvu. Maður er næstum handalaus án hennar. En sem betur fer varði þetta ástand ekki lengi og lykilorðið læddist inn í huga minn og allt varð gott aftur.
3 ummæli:
Þetta er hörmulegt ástand að lenda í!!
En ég er með sama lykilorð allsataðar, svo ef ég gleymi því, sem er mjög hæpið, þá kemst ég ekki inn á bankann eða póstinn eða neift...
Það er nú þannig í vinnunni minni að ég verð að breyta lykilorðinu á nokkura mánaða fresti - og ekkert múður. Og þá dugar ekki að breyta tölustaf t.d. ef lykilorðið er hæhó1 að þá samþykkir kerfið ekki hæhó2 sem næsta lykilorð.
Er farin að nota stuttar setningar eins og "gosi er brúða nr 1" (af því tölustafir í lykiorði eru líka ein af kröfunum)
Jú skiljanlegt þar sem um harðsvíraða glæpamenn er að ræða í þínu daglega umhverfi : )
Skrifa ummæli