30. ágúst 2007

Uppskera



Tók upp kartöflur í dag.


Setti niður 11 kartöflur í vor. Uppskeran í dag taldist 71 stk. Þar af 11 grænar (kannski nýtt afbrygði) og 28 sem flokkast undir smælki.
Verð að viðurkenna að ég bjóst við meiri uppskeru, en þetta ætti að duga í 2 soðningar plús svo smælkið sem ætlunin er að sjóða í stutta stund og steikja síðan upp úr smjöri. Nammi-namm.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott uppskera hjá þér Bjaney, Þetta er nú bara gott miðað við veðurfar í sumar(lítið um rigningu) og bragðast þær örugglega mjög vel.

Eduardo Waghorn sagði...

Hey!
Sailing in blogosphere i found your interesting and original blog...
Let me read it with calm,using my translator...
Anyway, I want to send you a warm hug from Chile.
Visit me if you want and send me your comment, even on icelandic, that sounds so sweet:)
Keep blogging

BbulgroZ sagði...

Glæsileg uppskera, nýjar kartöflur eru fjandi góðar nebbla : )

En ég sé að þú hefur náð þér í bloggfélaga af erlendu bergi brotinn, enginn annar en eduardo waghorn, hvílíkt nafn!!!

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...